Messur

Messur

Í Hafnarfjarðarkirkju er helgihald flesta sunnudaga og hátíðisdaga kirkjuársins. Messur eða guðsþjónustur eru kl 11 nema um jól og páska og er messutíminn þá auglýstur sérstaklega á heimasíðu kirkjunnar. Í undantekningartilvikum kann messa að falla niður ef hátíðisdagar eru margir og er það auglýst. Stundum eru sérstakar helgistundir á öðrum tíma sem eru þá auglýstar sérstaklega.

Messurnar eru með mismunandi formum og tónlist og söngur er fjölbreyttur. Oragnisti kirkjunnar leikur á orgel og píanó. Hefðbundið messuform með altarisgöngu er gjarnan tvo sunnudaga í mánuði þar sem félagar í Barbörukórnum syngja og leiða safnaðarsöng. Fjölskylduguðsþjónustur eru einu sinni í mánuði þar sem að barna- og unglingakórar kirkjunnar syngja. Af og til spilar hljómsveit við þær stundir. Þá er gjarnan einu sinni í mánuði messur með öðru formi, s.s. kirkjubrall, messur með þátttöku fermingarbarna o.s.frv.

Yfir sumartímann eiga kirkjur í Hafnarfirði og Garðabæ með sér samstarf og er helgihald þá með öðrum hætti en yfir veturinn. Það er einnig auglýst sérstaklega á heimasíðunni.

Sunnudagaskóli fyrir börn er kl 11 alla sunnudaga yfir veturinn nema á stórhátíðum.

Scroll to Top