Vorhátíð 7. maí kl. 11

Vorhátíð 7. maí kl. 11

Vorið er að koma og því ber að fagna! Við bjóðum öllum til vorhátíðar sunnudaginn 7. maí kl. 11.00. Við byrjum á stuttri helgistund í kirkjunni þar sem m.a. Barnakór Hafnarfjarðarkirkju mun syngja undir stjórn Brynhildar Auðbjargardóttur. Þá bjóðum við upp á grillaðar pylsur af ýmsum gerðum, veltibíl, hoppukastala, vatnsblöðruleiki, andlitsmálningu, leikfangabáta á tjörninni o.m.fl. Verið öll velkomin á Vorhátíð 🌞🌼
Scroll to Top