Tvær messur 21. maí

Tvær messur 21. maí

Messa í Hafnarfjarðarkirkju kl. 11.00.
Sr. Aldís Rut Gísladóttir þjónar. Organisti er Kári Þormar. Félagar úr Barbörukórnum syngja.
 
Árleg vormessa í Krýsuvíkurkirkju sunnudaginn 21. maí kl. 14.00.
Sr. Aldís Rut Gísladóttir prestur í Hafnarfjarðarkirkju þjónar og Kári Þormar leikur á orgel og Rakel Edda Guðmundsdóttir, sópran, syngur.
Eftir messuna er boðið til kirkjukaffis í Sveinshúsi en þar er málverkasýning á verkum Sveins Björnssonar sem nefnist Konan mín.
Í messunni verður Upprisa, altaristafla Krýsuvíkurkirkju eftir Svein Björnsson, sett upp en hún á sér veturstað í Hafnarfjarðarkirkju í kirkjuskipinu.
 
Verið öll velkomin!
 
Scroll to Top