Konukvöld 9. maí kl. 20

Konukvöld 9. maí kl. 20

Glæsilegt konukvöld Kvenfélags Hafnarfjarðarkirkju verður haldið þriðjudaginn 9. maí kl. 20.00 í Hafnarfjarðarkirkju. Í ár er það engin önnur en Edda Björgvinsdóttir leikkona sem flytur skemmtilegt og áhugavert erindi en þar að auki má búast við ýmsum tónlistaratriðum, tískusýningu, happdrætti með glæsilegum vinningum o.fl. Sr. Jónína Ólafsdóttir og sr. Aldís Rut Gísladóttir, prestar í Hafnarfjarðarkirkju, kynna dagskrána. Léttar veitingar. Frítt inn!
Verið hjartanlega velkomin!
Scroll to Top