Helgihald í júní 2023

Helgihald í júní 2023

Sunnudagur 4. júní. Sjómannadagurinn. Fermingarmessa í Hafnarfjarðarkirkju kl. 13.30 Sr. Aldís Rut Gísladóttir þjónar, organisti er Kári Þormar og Barbörukórinn syngur. Einnig verður sumarmessa í Garðakirkju kl. 11. Sumarmessur eru samstarfsverkefni söfnuðanna í Hafnarfirði og Garðabæ. Sr. Matthildur Bjarnadóttir þjónar. Organisti er Jóhann Baldvinsson og félagar í Kór Vídalínskirkju syngja.

Sunnudagur 11. júní. Sumarmessa í Garðakirkju kl. 11. Sumarmessur eru samstarfsverkefni söfnuðanna í Hafnarfirði og Garðabæ. Prestur: Sr. Arnór Bjarki Blomsterberg. Organisti: Erla Rut Káradóttir. Kynning á pílukasti og pílukastskeppni á eftir messu. Verið öll velkomin.

Sunnudagur 18. júní. Sumarmessa í Garðakirkju kl. 11. Hjólreiðamessa lagt af stað frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 10.  Sumarmessur eru samstarfsverkefni söfnuðanna í Hafnarfirði og Garðabæ. Prestur: Sr. Hans Guðberg Alfreðsson og sr. Bragi J. Ingibergsson. Organisti: Ástvaldur Traustason. Garðálfarnir syngja. Hrannar Bragi Eyjólfsson bæjarfulltrúi flytur hugvekju. Verið öll velkomin.

Sunnudagur 25. júní. Sumarmessa í Garðakirkju kl. 11. Göngumessa. Hittumst við Hafnarfjarðarkirkju kl. 9.45 og leggjum af stað til Garðakirkju kl. 10. Egill Friðleifsson og Jónína Ólafsdóttir leiða gönguna.  Sumarmessur eru samstarfsverkefni söfnuðanna í Hafnarfirði og Garðabæ. Prestur: Jónína Ólafsdóttir. Organisti: Kári Þormar. Hlöðuball á eftir í umsjá Benedikts Sigurðssonar. Verið öll velkomin.

Scroll to Top