Ungmennakór í Hafnarfjarðarkirkju

Ungmennakór í Hafnarfjarðarkirkju
18. ágúst síðastliðin var stofnaður nýr kór fyrir 16-30 ára ungmenni í Hafnarfjarðarkirkju.

Kórinn er fyrir þá sem finnst gaman að syngja krefjandi tónlist í góðum hóp.

Kórinn tekur þátt í ýmsum spennandi viðburðum innan kirkjunnar sem utan hennar og verður lagavalið því mjög fjölbreytt.

Nánara skipulag t.d. um nafn á kórinn, lagaval og skemmtileg uppbrot
verður unnið í samstarfi við kórfélaga.

Nýi kórinn er í samstarfi við Flensborgarskólann og fá nemendur skólans ástundun sína í kórastarfinu metna til eininga.

Æfingar fara fram í safnaðarheimili kirkjunnar á fimmtudögum kl. 17:30-19:00.


Skráning og allar nánari uppýsingar er hægt að fá hjá kórstjóranum Helgu Loftsdóttur í síma 695-95-84 eða á netfanginu helga.loftsdottir@gmail.com

Hafnarfjarðarkirkja

Til staðar fyrir íbúa Hafnarfjarðar í blíðu og stríðu í yfir 100 ár.

Nýjustu færslurnar

Fylgstu með á Facebook

Scroll to Top