Sunnudagaskólinn hefst á ný

Í sunnudagskólanum í Hafnarfjarðarkirkju ræður gleði, undrun og leikur ríkjum. Tónlistin fær mikið vægi með söng, hljóðfærum og tónlistarleikjum. Auk þess heyrum við uppbyggilegar Biblíusögur, lærum bænir, horfum á brúðuleikhús, teiknum, dönsum, horfum á stutt myndbönd o.fl. Í lokin fá allir gullkorn með sér heim í Fjársjóðskistuna sína (fjársjóðskistuna fá börnin að gjöf).

Sunnudagaskólinn hefst kl. 11 inn í kirkjunni sjálfri en undir fyrsta sálmi er gengið með loga af altarinu yfir í Vonarhöfn, æskulýðsherbergi safnaðarheimilisins.

Nánari upplýsingar má finna á hafnarfjardarkirkja.is og á facebook – síðunni Hafnarfjarðarkirkja.

 Sunnudagaskólinn leggur sig fram við að styðja fjölskyldur, í öllum sínum fjölbreytileika, við að kenna börnum bænir, byggja upp jákvæða sjálfsmynd og finna öryggi og vináttu hjá Guði. 

U.þ.b. einu sinni í mánuði tekur sunnudagaskólinn þátt í fjölskylduguðsþjónustum, kirkjubralli, fjölskylduhátíð eða jólastund fjölskyldunnar.  


Umsjón: Bylgja Dís Gunnarsdóttir fræðslu- og æskulýðsfulltrú Hafnarfjarðarkirkju, Inga Steinunn Henningsdóttir og Helga Magnúsdóttir.

Hafnarfjarðarkirkja

Til staðar fyrir íbúa Hafnarfjarðar í blíðu og stríðu í yfir 100 ár.

Nýjustu færslurnar

Fylgstu með á Facebook

Scroll to Top