Sunnudagaskóli kl. 11
Verið hjartanlega velkomin í sunnudagaskólann 👼👼👼👼👼
Í sunnudagskólanum í Hafnarfjarðarkirkju ræður gleði, undrun og leikur ríkjum. Tónlistin fær mikið vægi með söng og hljóðfærum. Auk þess heyrum við uppbyggilegar Biblíusögur, lærum bænir, horfum á brúðuleikhús, teiknum, dönsum, horfum á stutt myndbönd o.fl. Í lokin fá allir gullkorn með sér heim í Fjársjóðskistuna sína (fjársjóðskistuna fá börnin að gjöf).
Sunnudagaskólinn leggur sig fram við að styðja fjölskyldur, í öllum sínum fjölbreytileika, við að kenna börnum bænir, byggja upp jákvæða sjálfsmynd og finna öryggi og vináttu hjá góðum og kærleiksríkum Guði.
Helga Magnúsdóttir, Rósa Hrönn Árnadóttir og Inga Steinunn Henningsdóttir sjá um sunnudagaskólann.
Hafnarfjarðarkirkja
Til staðar fyrir íbúa Hafnarfjarðar í blíðu og stríðu í yfir 100 ár.