Foreldramorgnar
Foreldramorgnar
Verið hjartanlega velkomin á Foreldramorgna í Hafnarfjarðarkirkju á þriðjudögum kl. 10:30-12:00 

Á hverjum þriðjudegi bjóðum við ykkur í notalega samveru, spjall, léttar veitingar og stundum fræðslu um áhugaverð málefni 

Foreldramorgnarnir fara fram í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju í sal er nefnist Vonarhöfn. Aðgangur er bæði Strandgötu og Suðurgötu megin. Aðstaðan þar er afar góð og hægt að koma inn með vagna ef á þarf að halda 

Umsjón með foreldramorgnunum hafa Þura og Yrja 

Nánari upplýsingar:
thuridur@hafnarfjardarkirkja.is og yrja@hafnarfjardarkirkja.is
Dagskrá:
11. mars – spjall og samvera
18. mars – spjall og samvera
25. mars – Ebba Guðný – fræðsla um matarræði ungbarna
01. apríl – spjall og samvera
08. apríl – Kristín Flygering – fræðsla um svefn ungbarna
15. apríl – Páskafrí.
