Barna- og unglingakórastarf

Í Hafnarfjarðarkirkju verður öflugt unglinga- og barnakórastarf í vetur sem fyrr.

Meginmarkmiðið með starfinu er að búa til fallega samveru í tónlist ásamt því að veita börnunum faglega leiðsögn í söng og tónlistarflutningi. Einnig koma kórarnir fram í guðsþjónustum nokkrum sinnum á önn. Við hvetjum bæði forráðamenn og söngfugla til að skoða þennan góða möguleika á tónlistarnámi og félagsstarfi.

Margt skemmtilegt verður á dagská í vetur eins og jóla- og vortónleikar, náttfatpartý, pizzuveislur, óvissuferðir og fleira. Einnig fá krakkarnir í kórunum tækifæri til að æfa og syngja með fleiri kórum úr kirkjum bæjarins og fá valinkunna tónlistarmenn í heimsókn. Skemmst er að minnast dásamlegra tónleika kóranna með Sölku Sól síðastliðið vor. Unglingakór kirkjunnar fer reglulega í söngferðir bæði innanlands sem utan.

Barnakórinn er hugsaður fyrir börn í 1. – 5. bekk.

Æfingar verða á fimmtudögum kl. 17:00 – 18:00 Kórstjóri er Brynhildur Auðbjargardóttir – braud64@hotmail.com – 867 77 98.

Skráning á heimasíðu Hafnarfjarðarkirkju – hafnarfjardarkirkja.is

Nánari upplýsingar fást hjá kórstjóra.

Fyrsta æfing vetrarins verður fimmtudaginn 1. september kl. 17:00 í Hafnarfjarðarkirkju (í Vonarhöfn gengið inn frá Suðurgötu).

Unglingakórinn er hugsaður fyrir söngfugla í 5. – 10. bekk.

Í vetur verða æfingar einu sinni í viku. Á fyrsta hitting vetrar mánudaginn 29. ágúst kl. 17:30 verður hentugasti æfingartíminn fundinn út með kórfélögunum. Kórstjóri er Helga Loftsdóttir – helga.loftsdottir@gmail.com – 695 9584

Skráning er á heimasíðu kirkjunnar – hafnarfjardarkirkja.is

Nánari upplýsingar fást hjá kórstjóra.

Hafnarfjarðarkirkja

Til staðar fyrir íbúa Hafnarfjarðar í blíðu og stríðu í yfir 100 ár.

Nýjustu færslurnar

Fylgstu með á Facebook

Scroll to Top