Gaman í fermingarfræðslu
Nú eru páskar og vorið framundan og það þýðir það að fermingarfræðslu vetrarins er að ljúka. Síðustu einkaviðtöl fermingarbarnanna er í dag og fyrsta fermingin fer fram á pálmasunnudag.
Þó að fræðslan hafi verið með óhefðbundnu sniði var hún ánægjuleg. Hópurinn fór í Vatnaskóg, tók þátt í æskulýðsmessu, fermingarhátíð, fór í leiki, fékk fjarkennslu auk kennslu með hefðbundnum hætti svo fátt eitt sé nefnt. Enda er markmiðið að fræðslan sé fjölbreytt, skemmtileg og gangleg.
Í viðtölunum fáum við að heyra að fermingarbörnunum fannst þessi tími bæði skemmtilegur og fræðandi og að það er þeim hjartans mál að fermast.
Meðfylgjandi mynd er frá þeim fermingartíma þegar Kahoot-spurningarkeppni fór fram og páskaeggin voru í vinning.
Við fermingarfræðarar og prestar þökkum fyrir ánægjulegan vetur!
Jón Helgi, Jónína, Hjördís Rós og Bylgja Dís.
Hafnarfjarðarkirkja
Til staðar fyrir íbúa Hafnarfjarðar í blíðu og stríðu í yfir 100 ár.