Hádegistónleikar 23. febrúar

Hádegistónleikaí Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 23. febrúar kl.12:15-12:45.  

Tómas Guðni Eggertsson, organisti Seljakirkju, leikur á bæði orgel kirkjunnar. 

Verið hjartanlega velkomin. Aðgangur ókeypis.  

Minnt er á sóttvarnareglur og grímuskyldu á tónleikunum. 

 

EFNISSKRÁ

Dietrich Buxtehude (1637/39-1707): Passacaglia í d-moll BuxWV 161
Johann Sebastian Bach (1685-1750): Jesu, meine Freude  BWV 610
Johann Sebastian Bach (1685-1750): Ich ruf zu dir,Herr Jesu Christ BWV 639
 
Cesar Franck (1822-1890): Kórall nr. 3 í a-moll 

Tómas Guðni Eggertsson (f. 1974) lauk prófi í píanóleik frá Nýja tónlistarskólanum undir handleiðslu Vilhelmínu Ólafsdóttur vorið 1996. Hann hélt til framhaldsnáms við Royal Scottish Academy of Music and Drama í Glasgow og lauk þaðan BA-prófi 1999 og Postgraduate-námi ári síðar. Hann lauk einleiksáfanga í orgelleik frá Tónskóla þjóðkirkjunnar vorið 2007 og kantorsprófi vorið 2008. Aðalkennari hans þar var Björn Steinar Sólbergsson. Tómas Guðni hefur starfað sem píanókennari, blásarakennari og organisti og hefur verið tónlistarstjóri Seljakirkju frá árinu 2009. Hann kemur reglulega fram sem einleikari eða meðleikari með kórum, söngvurum og hljóðfæraleikurum úr ólíkum tónlistarkimum.

Hafnarfjarðarkirkja

Til staðar fyrir íbúa Hafnarfjarðar í blíðu og stríðu í yfir 100 ár.

Nýjustu færslurnar

Fylgstu með á Facebook

Scroll to Top