Hafnarfjarðarkirkja

 

Kraftmikil og fjörug leiksýning í fjölskylduguðsþjónustu sunnudaginn 20. janúar kl 11

Fjölskylduguðþjónusta og sunnudagaskóli kl 11. Björgvin Franz og Þorleifur Einarsson, leikarar, verða með kraftmikla og fjöruga sýningu fyrir alla fjölskylduna. Bíbí og Björgvin syngja töfrandi lög ævintýranna. Barna- og unglingakórar Hafnarfjarðarkirkju syngur undir stjórn Helgu Loftsdóttur. Prestur er Stefán Már Gunnlaugsson og organisti Hilmar Örn Agnarsson. Hressing eftir stundina.

Jón Helgi Þórarinsson, 17/1 2019

TíuTilTólf ára starf fimmtudaginn 17. janúar kl 17 – 18.

TTT er skemmtilegt og fjölbreytt starf fyrir 10 – 12 ára krakka (5. – 7. bekk). Starfið hefst fimmtudaginn 17. janúar og er alla fimmtudaga  kl.17:00 – 18:00 í safnaðarheimilinu. Gegngið er inn frá Suðurgötu. Húsið opnar kl. 16.30. Þar er frábær dagskrá í boði og góður félagsskapur í umsjón Bylgju Dísar Gunnarsdóttur, fræðslu- og æskulýðsfulltrúa Hafnarfjarðarkirkju og Hrafnhildar Emmu Björnsdóttur. Engin skráning, ekkert gjald (nema fyrir Vatnaskógarferðina), allir hjartanlega velkomnir. Foreldrar geta fylgst með á facebooksíðu Hafnarfjarðarkirkju og TTT Hafnarfjarðarkirkja – hópur á facebook.

Lesa áfram …

Jón Helgi Þórarinsson, 17/1 2019

Morgunamessa miðvikudaginn 16. janúar kl 8.15 – 8.45

Orgelleikur, sálmasöngur, ritningarlestur, hugleiðing, bænagjörð, samfélagið um Guðs borð.
Léttur morgunverður í safnaðarheimilinu á eftir. Allir velkomnir.

Jón Helgi Þórarinsson, 15/1 2019

Fermingarfræðsla 15. janúar

Kl. 16 koma fermingarbörn úr Hvaleyrarskóla
Kl. 17 koma fermingarbörn úr Setbergsskóla

Jón Helgi Þórarinsson, 15/1 2019

Messa og sunnudagaskóli kl 11 sunnudaginn 13. janúar 2019

Gleðilegt ár!
Sr Þorvaldur Karl Helgason messar. Hilmar Örn Agnarsson leikur á orgelið. Þórunn Vala Valdimarsdóttur syngur.
Sunnudagaskólinn hefst af krafti á ný eftir jólaleyfi. Bylgja Dís, Sigríður Ósk og Jess sjá um fjölbreytta dagskrá til vors. Verið velkomin.

Jón Helgi Þórarinsson, 9/1 2019

Fermingarstarfið hefst 8. janúar

Þriðjudagur 8. janúar
Kl. 16  Öldutúnsskóli, Áslandsskóli og Nú
Kl. 17 Lækjarskóli og Hraunvallaskóli

Þriðjudagur 15. janúar
Kl. 16 Hvaleyrarskóli
Kl. 17 Setbergsskóli

Jón Helgi Þórarinsson, 8/1 2019

Hvenær hefst starfið á ný eftir jólafrí?

Barna- og unglingakórarnir byrja mánudaginn 7. janúar
Fermingarstarfið hefst þriðjudaginn 8. janúar
Sunnudagaskólinn hefst sunnudaginn 13. janúar
Morgunmessur hefjast miðvikudaginn 16. janúar

Hlökkum til að sjá ykkur!
Prestar og starfsfólk Hafnarfjarðarkirkju

Jón Helgi Þórarinsson, 30/12 2018

Aftansöngur gamlársdag kl 17 og hátíðarmessa nýársdag kl 14

Gamlársdagur, 31. desember
Aftansöngur kl. 17 - Athugið tímann Prestur sr. Stefán Már Gunnlaugsson Organisti Guðmundur Sigurðsson Barbörukórinn syngur Einsöngvari Þórunn Vala Valdimarsdóttir

Nýársdagur, 1. janúar 2019 Hátíðarmessa kl. 14 Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson Ræðumaður Egill Friðleifsson Organisti Guðmundur Sigurðsson Barbörukórinn syngur Einsöngvari Hugi Jónsson

Þettándinn, 6. janúar 2019 Helgistund kl. 11 -  Jólin kvödd Prestur sr. Stefán Már Gunnlaugsson Organisti Douglas A. Brotchie. Magnea Tómasdóttir syngur.

Jón Helgi Þórarinsson, 27/12 2018

Upprunagerð af ‘Heims um ból’ verður flutt í útvarpsmessu á jóladag kl 11 í tilefni af 200 ára afmæli sálmsins

Á jóladag verða 200 ár liðin frá því að sálmurinn  ‘Stille Nacht, heilige Nacht’ var fyrst fluttur í smábæ í Austuríki. Sálmurinn hefur verið þýddur á fjölda tungumála og er sunginn í öllum heimsálfum, án efa einn þekktasti sálmur kristninnar. Af þessu tilefni verður upprunagerð af sálminum flutt í útvarpsmessu í Hafnarfjarðarkirkju á jóladag kl 11, í tveimur röddum og við gítarundirleik. Notuð verður þýðing Helga Hálfdanarsonar ‘Blíða nótt. Blessaða nótt’ sem er ein af nokkrum íslenskum þýðingum en þekktastur er frumsamin texti Sveinbjarnar Egilssonar ‘Heims um ból, helg eru jól’, og verður sá texti sunginn í lok messunnar við lagið eins og við þekkjum það, sem er nokkuð frábrugðið upprunalegu gerðinni.

Jón Helgi Þórarinsson, 20/12 2018

Helgihald um jól og áramót í Hafnarfjarðarkirkju og á Sólvangi

Aðfangadagur jóla, 24. desember
Aftansöngur kl. 18 Prestar sr. Jón Helgi Þórarinsson og sr. Stefán Már Gunnlaugsson Organisti Guðmundur Sigurðsson Barbörukórinn syngur Einsöngvari Eyjólfur Eyjólfsson Jólanótt, 24. desember Miðnæturmessa kl. 23:30 Prestar sr. Jón Helgi Þórarinsson og sr. Sigurður Kr. Sigurðsson Organisti Douglas A. Brotchie Einsöngvari Ágúst Ólafsson

Jóladagur, 25. desember
Hátíðarmessa kl. 11 Athugið tímann en messunni er útvarpað á Rás 1 Prestur  sr. Jón Helgi Þórarinsson Organisti Guðmundur Sigurðsson Barbörukórinn syngur Flutt verður upprunaútgáfa af “Heims um ból” á 200 ára afmæli sálmsins Auður Guðjohnsen og Hulda Dögg Proppé syngja tvísöng Gítarleikari Þröstur Þorbjörnsson
Sólvangur kl. 15:00 Hátíðarguðsþjónusta Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson Organisti Guðmundur Sigurðsson Félagar úr Barbörukórnum syngja

Gamlársdagur, 31. desember
Aftansöngur kl. 17 - Athugið tímann Prestur sr. Stefán Már Gunnlaugsson Organisti Guðmundur Sigurðsson Barbörukórinn syngur Einsöngvari Þórunn Vala Valdimarsdóttir

Nýársdagur, 1. janúar 2019 Hátíðarmessa kl. 14 Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson Ræðumaður Egill Friðleifsson Organisti Guðmundur Sigurðsson Barbörukórinn syngur Einsöngvari Hugi Jónsson

Þettándinn, 6. janúar 2019 Helgistund kl. 11 -  Jólin kvödd Prestur sr. Stefán Már Gunnlaugsson Organisti Douglas A. Brotchie

Jón Helgi Þórarinsson, 17/12 2018Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur, gsm 8985531
Sr. Þorvaldur Karl Helgason sinnir prestsþjónustu í janúar og febrúar 2019. Sími 8604860. Sr. Þórhildur Ólafs, prestur, er í leyfi í janúar og febrúar 2019

Viðtalstímar þri. - fös. kl. 10 - 12
Skrifstofa kirkjunnar opin mánud. - fimmtud. kl. 10 - 16 og föstud. kl. 10 - 12
Sími kirkjunnar er 520 5700
Neyðarsími presta í Hafnarfirði og í Garðabæ: 659 7133

Fimmtudagur

10:00 - 12:00 Viðtalstímar presta
17.00 - 18.00 TTT starf (tíu til tólf ára)
17.30 - 18.45 Unglingakórsæfing

Dagskrá ...