Hafnarfjarðarkirkja

 

Jólavaka við kertaljós kl. 20 sunnudaginn 11. desember

Ræðumaður er Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur. Barbörukórinn  og Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju flytja fjölbreytta aðventu- og jólatónlist undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar, Helgu Loftsdóttur og Önnu Magnúsdóttur.  Gunnar Gunnarsson leikur á flautu. Prestar Hafnarfjarðarkirkju, séra Jón Helgi Þórarinsson og séra Þórhildur Ólafs, leiða stundina. Kirkjan myrkvuð í lok stundar og kveikt á kertum hjá kirkjugestum.

Kakó og piparkökur eftir stundina. Allir velkomnir.

Jón Helgi Þórarinsson, 9/12 2016

Helgileikur og jólaball í sunnudagaskólanum 11.desember

Á sunnudaginn þann 11.desember kl.11 verður hið árlega jólaball sunnudagaskólans. Við hefjum stundina inni í kirkju og kveikjum á aðventukransinum og leggjum baukana frá Hjálparstofnum kirkjunnar, sem börnin hafa verið að safna í, á altarið. Þar fáum við einnig að sjá og heyra heilgileik fluttan af barna-og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju. Þá verður farið inní safnaðarheimilið þar sem dansað verður kringum jólatréð og sveinki kíkir í heimsókn. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Erla B. Káradóttir, 8/12 2016

TTT fimmtudaginn 8.desember

Það verður jólaþema í TTT á fimmtudaginn kl.16.30-18.00. Við byrjum á helgistund í kirkjunni og svo  verður farið í leiki með jólaívafi og margt fleira.  Allir tíu til tólf ára krakkar eru hjartanlega velkomnir.

Erla B. Káradóttir, 6/12 2016

Foreldramorgun fimmtudaginn 8.desember

Það verður jólakósý á foreldramorgni á fimmtudaginn kl.10-12. Allir foreldra ungra barna eru hjartanlega velkomnir. Heitt á könnunni og léttar veitingar, spjall og gott samfélag.

Erla B. Káradóttir, 6/12 2016

Fermingarfræðsla 6. desember

Kl. 16 koma fermingarbörn úr Setbergsskóla og Hvaleyrarskóla.
Kl. 17 koma fermingarbörn úr Áslandsskóla, Hraunvallaskóla og Víðistaðaskóla

Jón Helgi Þórarinsson, 5/12 2016

Jólatónleikar barna- og unglingakóranna mánudaginn 5. desember kl. 18

Barna- og unglingakórar Hafnarfjarðarkirkju halda jólatónleika mánudaginn 5. desember kl. 18 í Hafnarfjarðarkirkju. Stjórnandi kóranna er Helga Loftsdóttir og píanóleikari er Anna Magnúsdóttir. Allir er velkomnir og er aðgangur ókeypis.

Jón Helgi Þórarinsson, 5/12 2016

Sunnudagaskóli 2.sunnudag í aðventu

Sunnudaginn 4.desember verður kveik á tveimur kertum á aðventukransinum og sungin verða jólalög í bland við sunnudagaskólalögin. Við heyrum sögu um vináttu og mikilvægi þess að hjálpast að, Rebbi, Vaka og Tófa kíkja í heimsókn og margt fleira. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Erla B. Káradóttir, 2/12 2016

Friðarljósið borið í kirkju sunnudaginn 4. desember kl. 11

Messa og sunnudagskóli.  Kveikt á aðventukertunum. Sunnudagskólinn hefst í kirkjunni en síðan fara börnin í safnaðarheimilið með Erlu Björgu og Hjördísi Rós. Prestur sr Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Félagar í Barbörukórnum syngja. Kaffisopi og djús á eftir. Verið velkomin.

Jón Helgi Þórarinsson, 1/12 2016

TTT fimmtudaginn 1.desember

TTT, TíuTilTólf ára starfið okkar, verður á sínum stað fimmtudaginn 1.des í Vonarhöfn kl.16.30-18.00. Á dagskrá verður Gaga ball, fræðsla, spjall og leikir. Allir 10-12 ára krakkar eru hjartanlega velkomnir.

Erla B. Káradóttir, 30/11 2016

Foreldramorgun fimmtudaginn 1.desember

Það verða jólakertaskreytingar á foreldramorgni fimmtudaginn 1.desember kl.10-12. Hægt verður að fá kerti og  mynd á staðnum en einnig er öllum frjálst að koma með sitt. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Foreldramorgnar eru alla fimmtudaga kl.10-12 í Vonarhöfn safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju. Umsjónaraðili er Erla Björg Káradóttir Fræðslu-og æskulýðsfulltrúi Hafnarfjarðarkirkju. Allir foreldrar ungra barna eru hjartanlega velkomnir.

kerti

Erla B. Káradóttir, 30/11 2016Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur, gsm 8985531
Sr. Þórhildur Ólafs, prestur

Viðtalstímar þri. - fös. kl. 10 - 12
Skrifstofa kirkjunnar opin mánud. - fimmtud. kl. 10 - 16 og föstud. kl. 10 - 12
Sími kirkjunnar er 520 5700
Neyðarsími presta í Hafnarfirði og í Garðabæ: 659 7133

Laugardagur

11.00-12.00 CODA-fundur (Vonarhöfn)

Dagskrá ...