Hafnarfjarðarkirkja

 

Morgunmessa miðvikudaginn 20. september kl 8.15 – 8.45

Fyrsta morgunmessan á þessu hausti. Allir velkomnir. Léttur morgunverður og spjall eftir stundina.

Jón Helgi Þórarinsson, 19/9 2017

TTT fimmtudaginn 21.september

Það verður Ga ga ball á dagskrá í TTT fimmtudaginn 21.september kl.17-18. Fjör, fræðsla og góð samverustund. Umsjón: Erla Björg og Ísak.

tttmynd7

 

 

Erla B. Káradóttir, 19/9 2017

Fræðslukvöld miðvikudaginn 20.september

Fyrsta fræðslukvöldið á þessu hausti fyrir fermingarbörn og foreldra verður miðvikudaginn 20. september kl 20 í Hafnarfjarðarkirkju. Fræðslukvöldin eru hluti af fermingarstarfinu í Hafnarfjarðarkirkju og eru einu sinni í mánuði. Skyldumæting er fyrir fermingarbörnin og þess vænst að sem flestir foreldrar sjái sér fært að koma með þeim. Á samverunni á miðvikudagskvöldið verður sérstaklega fjallað um mikilvægi þess að syngja með og taka virkan þátt í söng messunnar. Guðmundur organisti verður með okkur við stundina og munum við kenna sálma og syngja svo undir tekur í kirkjunni! Einnig munum við fjalla stuttlega um það sem er á döfinni í fermingarstarfinu, eins og ferðalagið í Vatnaskóg 29. – 30. september. Stundin í kirkjunni er í um 45 mínútur og síðan er boðið upp á kaffisopa og spjall í safnaðarheimilinu.

Erla B. Káradóttir, 19/9 2017

Fermingarfræðsla þriðjudaginn 19.september

Kl. 16 mæta fermingarbörn úr Hvaleyrarskóla
Kl. 17, mæta fermingarbörn úr Setbergsskóla, Áslandsskóla, Hraunvallaskóla, Víðistaðaskóla, Nú og Kópavogsskóla

Fermingarbörnin þurfa ekki að koma með neinar bækur í næstu tíma. Þau fá afhentar vinnubækur (sem verða geymdar í kirkjunni) og eru beðin um að greiða kr. 1.000 fyrir vinnubókina.Við kynnum nýtt fermingarefni. Þau börn sem komust ekki í síðasta tíma – 12. september, eru beðin um að koma í þessa tíma.

Erla B. Káradóttir, 19/9 2017

Messa og barnastarf sunnudaginn 17. september kl 11

Guðs góða sköpun og ábyrgð okkar – er íhugunarefni messunnar. Sr Jón Helgi flytur hugleiðingu og þjónar ásamt sr Hirti Pálssyni sem les ásamt Agli Þórðarsyni. Guðmundur Sigurðsson leikur á orgelið og forsöngvari er Þórunn Vala Valdimarsdóttir.
Sunnudagaskólinn hefst í kirkjunni en síðan fara börnin með Erlu og Hjördísi í safnaðarheimilið og eiga þar skemmtilega og fræðandi stund.
Kaffisopi eftir stundina. Allir velkomnir.

Jón Helgi Þórarinsson, 15/9 2017

Fermingarfræðsla þriðjudaginn 12. september

Kl. 16  koma börn úr Öldutúnsskóla
Kl. 17 koma börn úr Lækjarskóla

Erla Björg kynnir nýtt fermingarefni og fá fermingarbörnin vinnubók. Þau þurfa að greiða kr 1.000 fyrir vinnubókina og eru beðin að koma með peninginn í næstu tíma.

Jón Helgi Þórarinsson, 10/9 2017

Messa og sunnudagskóli 10. september kl 11

Félagar í Barbörukórnum syngja. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Prestur sr Þórhildur Ólafs.
Sunnudagaskólinn byrjar í kirkjunni en síðan fara börnin í safnaðarheimlið með Eru Björgu og Hjördísi Rós.
Kaffisopi á eftir.

Jón Helgi Þórarinsson, 9/9 2017

Sunnudagaskóli alla sunnudaga kl.11

Það er alltaf líf og fjör í sunnudagaskólanum. Uppbyggjandi fræðsla, brúðuleikhús, Hafdís og Klemmi kíkja reglulega í heimsókn ásamt Nebba og Tófu. Söngur, gleði og gaman. Með umsjón fara Hjördís Rós Jónsdóttir og Erla Björg Káradóttir.
sunnomynd

Erla B. Káradóttir, 8/9 2017

Fermingarstarf þriðudaginn 5. september

Þriðjudagur 5. september
Kl. 16 mæta fermingarbörn úr Hvaleyrarskóla
Kl. 17, mæta fermingarbörn úr Setbergsskóla, Áslandsskóla, Hraunvallaskóla, Víðistaðaskóla, Nú og Kópavogsskóla

Fermingarbörnin eiga að mæta með messubæklinginn, Kirkjulykilinn, í fyrsta tímann. Þau sem ekki hafa fengið bæklinginn fá hann í fyrsta tímanum.

Jón Helgi Þórarinsson, 4/9 2017

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli 3. september kl 11

Upphaf vetrarstarfsins. Guðsþjónustunni verður útvarpað. Frú Agnes M Sigurðardóttir flytur ávarp. Sr Stefán Már Gunnlaugsson predikar. Sr Jón Helgi Þórarinsson þjónar fyrir altari.
Barbörukórinn og barnakór Hafnarfjarðarkirkju syngja. Organisti og kórstjóri Guðmundur Sigurðsson. Kórstjóri Barnakórsins er Helga Loftsdóttir.
Erla Björg og Hjördís sjá um fjörlegan og fræðandi sunnudagaskóla. Kaffisopi eftir stundina.

Jón Helgi Þórarinsson, 30/8 2017Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur, gsm 8985531
Sr. Þórhildur Ólafs, prestur

Viðtalstímar þri. - fös. kl. 10 - 12
Skrifstofa kirkjunnar opin mánud. - fimmtud. kl. 10 - 16 og föstud. kl. 10 - 12
Sími kirkjunnar er 520 5700
Neyðarsími presta í Hafnarfirði og í Garðabæ: 659 7133

Miðvikudagur

10:00 - 12:00 Viðtalstímar presta
13:00 - 16:30 Skákklúbburinn Riddarinn (Vonarhöfn)
15:00-16:00 Heimsókn frá Drafnarhúsi 1. miðvikudag í mánuði
20:00 - 21:00 AA-starf spor (Vonarhöfn)

Dagskrá ...