Hafnarfjarðarkirkja

 

Messur, kyrrðarstundir og passíusálmarnir sungnir í Hafnarfjarðarkirkju í dymbilviku og um páska

FF-2019-15-Hafnarfjarðarkirkja

Skírdagur 18. apríl.
Fermingarmessa kl 11.
Kl. 17 – 19. Sönghópurinn Lux aeterna syngur passíusálmana með gömlu lögunum, bæði einradda og í fjórum röddum. Fólk getur komið og farið að vild.
Heilög kvöldmáltíð kl. 18. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson.

Föstudagurinn langi, 19. apríl.
Kyrrðarstund kl. 11. Magnea Tómasdóttir syngur úr passíusálmunum. Lesið úr píslarsögunni.  Prestur sr. Þorvaldur Karl Helgason. Organisti Þorvaldur Örn Davíðsson.
Kl. 17 – 19. Sönghópurinn Lux aeterna syngur passíusálmana með gömlu lögunum, bæði einradda og í fjórum röddum. Fólk getur komið og farið að vild.

Páskadagur, 21. apríl.
Hátíðarmessa kl. 8 árdegis. Sr. Þorvaldur Karl Helgason predikar og þjónar ásamt sr. Jóni Helga Þórarinssyni. Organisti Hilmar Örn Agnarsson. Barbörukórinn syngur.  Morgunverður í Hásölum eftir messuna.
Hátíðarmessa Sólvangi kl. 15. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Hilmar Örn Agnarsson. Félagar í Barbörukórnum syngja.

Jón Helgi Þórarinsson, 15/4 2019

Skráning í fermingarstarfið 2019 – 2020 er hafin

Fjölbreytt, fræðandi og skemmtilegt fermingarstarf. Hægt er að skrá hér á heimasíðunni, FERMINGARSTARF, eða senda póst á jon.th@kirkjan.is. Hægt er að velja fermingardaga við skráningu en einnig má velja fermingardaga síðar.

Jón Helgi Þórarinsson, 13/4 2019

Fermingarmessa og sunnudagaskóli kl. 11, pálmasunnudag, 14. apríl

Sunnudagaskólinn verður allan tímann í safnaðarheimilinu og sjá Bylgja Dís, Sigríður og Jess um fjölbreytta dagskrá. verið velkomin.

Jón Helgi Þórarinsson, 13/4 2019

Fermingarbörn fara yfir fermingarmessuna og máta fermingarkyrtlana

Miðvikudaginn 10. apríl kl 16. koma á æfingu og máta fermingarkyrtla þau fermingarbörn sem fermast á pálmasunnudag 14. apríl.
Kl 17. koma þau fermingarbörn sem fermast á skírdag 18. apríl.

Jón Helgi Þórarinsson, 7/4 2019

Síðasta morgunmessan á þessum vetri miðvikudaginn 10. apríl kl 8.15

Orgelleikur, sálmasöngur, íhugun, bænagjörð og samfélagið um Guðs borð. Léttur morgunmatur eftir stundina.

Jón Helgi Þórarinsson, 7/4 2019

Fermingarmessa og sunnudagaskóli sunnudaginn 7. apríl kl. 11

Sunnudagaskólinn verður allan tímann í safnaðarheimilinu og sjá Bylgja Dís, Sigríður og Jess um fjölbreytta dagskrá. verið velkomin.

Jón Helgi Þórarinsson, 4/4 2019

Æfing og mátun fermingarkyrtla

Miðvikudaginn 3. apríl kl 16 koma á æfingu þau fermingarbörn sem fermast sunnudaginn 7. apríl. Einnig máta þau fermingarkyrtlana.

Jón Helgi Þórarinsson, 3/4 2019

Kirkjuorgelganga laugardaginn 30. mars kl 10 – 13. Leiðsögn og stuttir tónleikar

Jónatan Garðarsson leiðir göngu frá Hafnarfjaðarkirkju að Garðakirkju á Álftanesi og segir frá því sem ber fyrir augu. Lagt verður af stað frá Hafnarfjarðarkirkju kl 10 og er áætluð koma að Görðum kl 12.30 og verður þar boðið upp á hressingu.
Í Garðakirkju leikur Guðmundur Sigurðsson organisti orgelverk sem tengjast Hafnarfirði og Garðabæ. Gangan er farin í tilefni af 10 ára afmæli orgela Hafnarfjarðarkirkju. Hægt verður að kaupa nýja plötu, ‘HAF’, með orgelverkum sem Guðmundur lék inn á af þessu tilefni og var að koma út.

Jón Helgi Þórarinsson, 27/3 2019

Fermingarmessa og sunnudagaskóli sunnudaginn 31. mars kl. 11

Sunnudagaskólinn verður allan tímann í safnaðarheimilinu og sjá Bylgja Dís, Sigríður og Jess um fjölbreytta dagskrá. verið velkomin.

Jón Helgi Þórarinsson, 27/3 2019

Fermingarstarf, viðtöl og æfing

Þriðjudaginn 26. mars kemur síðari hópur fermingarbarna í viðtal skv. dagskrá sem þau hafa fengið sent.
Miðvikudaginn 27. mars kl 16 koma á æfingu þau fermingarbörn sem fermast sunnudaginn 31. mars.

Jón Helgi Þórarinsson, 26/3 2019Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur, gsm 8985531
Sr. Þorvaldur Karl Helgason sinnir prestsþjónustu í janúar og febrúar 2019. Sími 8604860. Sr. Þórhildur Ólafs, prestur, er í leyfi í janúar og febrúar 2019

Viðtalstímar þri. - fös. kl. 10 - 12
Skrifstofa kirkjunnar opin mánud. - fimmtud. kl. 10 - 16 og föstud. kl. 10 - 12
Sími kirkjunnar er 520 5700
Neyðarsími presta í Hafnarfirði og í Garðabæ: 659 7133

Laugardagur

11.00-12.00 CODA-fundur (Vonarhöfn)

Dagskrá ...