Hafnarfjarðarkirkja

 

Passíusálmarnir sungnir við ‘gömlu lögin’

Vegna samkomubanns verða passíusálmarnir ekki sungnir í Hafnarfjarðarkirkju í dymbilviku 2020. Á meðfylgjandi vefslóð er hægt að hlýða á sönghópinn ‘Lux Aeterna’ syngja alla passíusálma Hallgríms Pétursson við ‘gömlu lögin’, en upptakan var gerð í Hafnarfjarðarkirkju í dymbilviku 2017. Vefslóðin leiðir að efnisyfirliti allra passíusálmanna og síðan þarf að velja einstaka passíusálm.
https://www.youtube.com/playlist?list=PLOFnp8sOs23YmAyYa9ikVN_BXu8XUDGzs
Ef lesið er hér áfram má finna viðtöl við Smára Ólason um passíusálmana, gömlu lögin, sr Hallgrím og einnig vefslóð á Spotify þar sem Magnea Tómasdóttir, söngkona, og Guðmundur Sigurðssonar, organisti, flytja valda passíusálma og fleiri gamla sálma.

Lesa áfram …

Jón Helgi Þórarinsson, 4/4 2020

Hádegisbænargjörð í samkomubanni

Biskup Íslands hefur sent söfnuðum landsins tilmæli um að landsmenn sameinist í hádegisbænagjörð á meðan á samkomubanni stendur. Meðylgjandi form hefur að geyma ritningarlestra og bænir. Hádegisbænagjörð í samkomubanni
Klukknahringing og fyrirbæn. Form fyrir sameiginlegar bænastundir á Íslandi

Lesa áfram …

Jón Helgi Þórarinsson, 24/3 2020

Safnaðarstarf og helgihald í Hafnarfjarðarkirkju fellur niður frá og með 16. mars þar til annað verður ákveðið

Þeim sem þurfa að ná í presta, kirkjuhaldara eða annað starfsfólk Hafnarfjarðarkirkju er bent á að hringja í viðkomandi eða senda tölvupóst, þar sem viðvera presta og starfsfólks verður með öðrum hætti frá og með 16. mars en verið hefur.
Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur, s 8985531 / netfang: jon.th (at) kirkjan.is
Þórhildur Ólafs, prófastur, s 6948655 / netfang: thorhildurolafs (at) gmail.com
Ottó R Jónsson, kirkjuhaldari, s 8989540 / netfang: otto (at) hafnarfjardarkirkja.is
Guðmundur Sigurðsson, organisti, s 8995253 / netfang: gudmundur.sig (at) gmail.com
Helga Loftsdóttir, barna- og unglingakórstjóri, s 6959584 / netfang: helga.loftsdottir (at) gmail.com
Bylgja Dís Gunnarsdóttir, æskulýðsfulltrúi, s 6617719 / netfang: bylgja (at) hafnarfjardarkirkja.is

Jón Helgi Þórarinsson, 16/3 2020

Haustfermingar vegna samkomubanns

Ekki verður af fermingum né helgihaldi á meðan á samkomubanni stendur.  Vonandi verður hægt að ferma á hvítasunnudag, 31. maí, eins og áætlað er.
Fermt verður eftirtalda sunnudaga í haust:
30. ágúst
13. september
20. september
Þessa sunnudaga verður fermt kl 11 og væntanlega einnig kl. 13.

Jón Helgi Þórarinsson, 13/3 2020

Þrif hafa verið aukin í Hafnarfjarðarkirkju

Dagleg þrif hafa verið aukin töluvert í Hafnarfjarðarkirkju og í safnaðarheimili kirkjunnar vegna Covid19 veirusmitsins. Sérstaklega er horft til snyrtinga, hurðarhúna (innandyra sem utan) og fleiri slíkra staða þar sem fólk þarf að nota hendur auk þess sem sprittbrúsar eru víða. Á veggspjöldum eru leiðbeiningar til fólks um atferli og hreinlæti.

Jón Helgi Þórarinsson, 12/3 2020

Aðalsafnaðarfundi Hafnarfjarðarsóknar frestað til vors

Jón Helgi Þórarinsson, 10/3 2020

Fermingarfræðsla 10. mars

Kl 16 mætir hópur 3, þ.e. fermingarbörn úr Setbergsskóla (o.fl).
Kl 17 mætir hópur 4, þ.e. fermingarbörn úr Lækjarskóla og Hraunvallaskóla (o.fl).
Þau fermingarbörn sem ekki komust síðasta þriðjudag, eru beðin um að mæta í þennan tíma.

Jón Helgi Þórarinsson, 9/3 2020

Biskup hefur sent prestum bréf og leggur til að messað verði meðan samkomubann er ekki sett á, en gætt vel að hreinlæti og atferli öllu

Hér má lesa bréf biskups til presta sem sent var föstudaginn 6. mars, eftir að lýst var yfir neyðarástandi vegna útbreiðslu covid19 veirunnar hér á landi.

Kæra samstarfsfólk!
Nú er búið að lýsa yfir neyðarástandi vegna kórónaveirunnar covid19. Enn hefur samkomubann ekki verið sett á en samkvæmt fréttum gæti það gerst fljótlega.Ég þakka ykkur öllum sem hafið haft samband, lagt til góðar tillögur, hugmyndir og ráð. Sem fyrr brýni ég fyrir ykkur að afla ykkur upplýsinga inn á heimsíðu landlæknisembættisins landlaeknir.is en þar eru nýjustu upplýsingar settar inn um leið og þær berast. Á meðan ekki er lýst yfir samkomubanni verður messað í kirkjum landsins eins og áætlun gerir ráð fyrir. Hins vegar óska ég eftir því að altarisgöngur verði ekki viðhafðar að svo stöddu. Sem fyrr verða kirkjugestir ekki kvaddir með handabandi eftir athöfn. Mikið hefur verið spurt um fermingar vorsins.Það sama á við um þær og messurnar. Á meðan ekki er samkomubann munu þær fara fram eins og áætlað er, en án handabands og altarisgöngu.  Lesa áfram …

Jón Helgi Þórarinsson, 7/3 2020

Fermingar, æfingar, fundur / COVID-19 veiran

Lokasprettur fermingarfræðslunnar stendur yfir. Þriðjudaginn 10. mars koma meðfylgjandi hópar og þeir sem komust ekki í síðasta tíma. Bylgja sér um spurningarkeppni milli liða og er spurt úr spurningarblöðunum sem þið fenguð um daginn. Þriðjudagurinn 10. mars kl 16 mætir hópur 3, þ.e. fermingarbörn úr Setbergsskóla (o.fl). Kl 17 mætir hópur 4, þ.e. fermingarbörn úr Lækjarskóla og Hraunvallaskóla (o.fl). Þriðjudagana 17. og 24. mars koma fermingarbörnin í stutt viðtöl til okkar ( 5 – 7 mínútur)

Jón Helgi Þórarinsson, 6/3 2020

Messa og sunnudagaskóli, sunnudaginn 8. mars kl 11

Sr Jón Helgi Þórarinsson predikar og þjónar fyrir altari, organisti Guðmundur Sigurðsson. Þórunn Vala Valdimarsdóttir syngur. Ekki verður boðið upp á altarisgöngu í messunni.
Sunnudagaskólinn hefst í kirkjunni en síðan fara börnin með Bylgju, Sigríði og Jasper í safnaðarheimilið þar sem verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir börnin.
Hressing á eftir.

Jón Helgi Þórarinsson, 6/3 2020


Skráning í fermingarstarfið 2020 - 2021, smellið á: FERMINGARSTARF - SKRÁNING.
Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur, gsm 8985531
Sr. Þórhildur Ólafs, prestur

Viðtalstímar þri. - fös. kl. 10 - 12
Skrifstofa kirkjunnar opin mánud. - fimmtud. kl. 10 - 16 og föstud. kl. 10 - 12
Sími kirkjunnar er 520 5700
Neyðarsími presta í Hafnarfirði og í Garðabæ: 659 7133

Mánudagur

Kl 17 - 18. Barnakór Hafnarfjarðarkirkju
Kl 18 - 19.15 Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju

Dagskrá ...