Hafnarfjarðarkirkja

 

Karlakórinn Þrestir syngur í konudagsmessu 18. febrúar kl 11. Boðið upp á súpu á eftir.

Sunnudagurinn 18. febrúar er konudagurinn, í byrjun Góu. Karlakórinn Þrestir syngur undir stjórn Ástvaldar Traustasonar. Sr Stefán Már Gunnlaugsson prestkar og þjónar. Guðmundur Sigurðsson leikur á orgelið.
Erla Björg og Hjördís Rós sjá um sunnudagskólann sem einnig hefst kl 11. Þar er fjölbreytt dagskrá eins og venja er með söng, sögum, brúðuleikhúsi o.fl.
Á eftir er boðið upp á súpu í safnaðarheimilinu. Allir velkomnir!

Jón Helgi Þórarinsson, 16/2 2018

Sorg og sorgaviðbrögð. Allir velkomnir.

Fimmtudagskvöldið 15. febrúar kl 20 – 20.45 verður fræðslukvöld í Hafnarfjarðarkirkju. Þar mun sr Jón Helgi Þórarinsson fjalla um sorg og sorgarviðbrögð. Allir eru velkomnir en fræðslukvöldið er hluti af fræðslukvöldum með fermingarbörnum og foreldrum þeirra. Kaffisopi á eftir.

Jón Helgi Þórarinsson, 15/2 2018

Morgunmessa 14. febrúar kl 8.15 – 8.45

Orgelleikur, sálmasöngur, ritningarlestur, íhugun, bænagjörð, samfélagið um Guðs borð.
Eftir stundina er léttur morgunverður í safnaðarheimilinu.
Allir velkomnir.

Jón Helgi Þórarinsson, 13/2 2018

TíuTilTólf ára starfið fimmtudaginn 15.febrúar

Á dagskrá verður síðbúið Öskudagsfjör. Allir mega mæta í búning. Allir 10-12 ára krakkar eru hjartanlega velkomin ;)

TTTpartý

Erla B. Káradóttir, 13/2 2018

Fermingarfræðsla 14. febrúar

Kl 16 mæta fermingarbörn úr Öldutúnsskóla.
Kl 17 mæta fermingarbörn úr Lækjarskóla.

Jón Helgi Þórarinsson, 12/2 2018

FJÖLSKYLDUGUÐSÞJÓNUSTA FELLUR NIÐUR VEGNA MJÖG VONDRAR VEÐURSPÁR

Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir veður byrja að versna fyrir alvöru á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum strax upp úr tíu og verða arfaslæmt um hádegið, með miklu hvassviðri og ofankomu.

Helga segir lægðina sem nú gengur yfir landið óvenju krappa, sem geri það að verkum að skilin milli óveðurs og rólegheitaveðurs eru afar skörp. Því valdi minnsta breyting á ferðum lægðarinnar miklum breytingum á spám fyrir þau svæði sem hún fer yfir. Eins og ferðum hennar er háttað nú má reikna með óveðri nánast frá Snæfellsnesi að klaustri langt fram á kvöld.

Búast má við aftaka stórhríð á suðvesturhorninu frá hádegi og fram eftir degi. Appelsínugul viðvörun er í gildi frá klukkan 11 til 20 í kvöld og aftakaveður verður einnig á Faxaflóa og Suðurlandi.

Jón Helgi Þórarinsson, 11/2 2018

Fjölskyldumessa sunnudaginn 11.febrúar

Verið velkomin í fjölskyldumessu á sunnudaginn kl.11. Prestur er sr.Jón Helgi. Sunnudagaskólinn tekur þátt. Brúðuleikhús og biblíusaga, söngur og gleði. Barnakórinn og unglingakórinn syngja undir stjórn Helgu Loftsdóttur. Kaffisopi á eftir.

fjölskyldumessamynd

Erla B. Káradóttir, 9/2 2018

Morgunmessa miðvikudaginn 7. febrúar kl 8.15 – 8.45

Orgelleikur, sálmasöngur, hugleiðing, bænagjörð, samfélagið um Guðs borð.
Eftir stundina er boðið upp á léttan morgunverð í safnaðarheimilinu.

Jón Helgi Þórarinsson, 6/2 2018

Fermingarfræðsla 6 febrúar

Kl 16 koma fermingarbörn úr Hvaleyrarskóla.

Kl 17 koma fermingarbörn úr Setbergsskóla, Áslandsskóla, Hraunvallaskóla, Víðistaðaskóla, Nú og Kópavogskóla.

Jón Helgi Þórarinsson, 6/2 2018

Helgihald sunnudaginn 4.febrúar

Messa og sunnudagaskóli kl.11. Biblíudagurinn.

Prestur er sr. Þórhildur Ólafs. Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Félagar úr Barbörukórnum leiða söng.

Kaffi í safnaðarheimilinu á eftir.

Sunnudagaskólinn á sama tíma! Við byrjum inní kirkju kl.11 en göngum svo saman inn í safnaðarheimilið. Líf og fjör. Allir hjartanlega velkomnir. Umsjón: Erla Björg og Hjördís Rós. Glænýtt leikhús komið í hús!

leikhús

 

Erla B. Káradóttir, 31/1 2018Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur, gsm 8985531
Sr. Þórhildur Ólafs, prestur

Viðtalstímar þri. - fös. kl. 10 - 12
Skrifstofa kirkjunnar opin mánud. - fimmtud. kl. 10 - 16 og föstud. kl. 10 - 12
Sími kirkjunnar er 520 5700
Neyðarsími presta í Hafnarfirði og í Garðabæ: 659 7133

Mánudagur

17 - 17.50 Barnakórsæfing
18 - 19.15 Unglingakórsæfing

Dagskrá ...