Hafnarfjarðarkirkja

 

Morgunmessa öskudag, 1 mars, kl. 815

Orgelleikur, sálmasöngur, ritningarlestur, samfélagið um Guðs borð. Léttur morgunverður á eftir. Allir velkomnir.

Jón Helgi Þórarinsson, 28/2 2017

TTT fimmtudaginn 2.mars

Það verður sannkölluð partýstemminig í TTT á fimmtudaginn kl.16.30-18.00. Búningar, veitingar og fjörugir dansar og leikir verða á dagskrá.

Allir 10-12 ára krakkar eru hjartanlega velkomnir.

TTTpartý

Erla B. Káradóttir, 28/2 2017

Foreldramorgun 2.mars

Verið velkomin á foreldramorgun 2.mars kl.10-12 í Vonarhöfn. Það verður heitt á könnunni og léttar veitngar í boði. Allir foreldrar ungra barna eru hjartanlega velkomnir.

Einnig minnum við á sameiginlega foreldramorguninn miðvikudaginn 15.mars  í Háteigskirkju.

Ebba Guðný

Erla B. Káradóttir, 28/2 2017

Öll fermingarbörn mæta þriðjudaginn 28. febrúar

Kl. 16 koma fermingarbörn úr Öldutúnsskóla, Setbergsskóla og Hvaleyrarskóla.
Kl. 17 koma fermingarbörn úr Lækjarskóla, Áslandsskóla, Hraunvallaskóla og Víðistaðaskóla

Í tímanum munum við undirbúa æskulýðsmessuna sem verður næsta sunnudag, 5. mars kl. 11.

Jón Helgi Þórarinsson, 27/2 2017

Sunnudagskóli fellur niður vegna ófærðar sunnudaginn 26. febrúar

Prestur og organisti taka á móti fólki sem kemur til kirkju. Tekið skal fram að bílastæðið við kirkjuna er algjörlega ófært þegar þetta er skrifað kl. 10 á sunnudagsmorgni.

Jón Helgi Þórarinsson, 26/2 2017

Hádegistónleikar í Hafnarfjarðarkirkju 28. febrúar kl. 12.15

Hádegistónleikar þriðjud. 28. febrúar

Guðmundur Sigurðsson, 24/2 2017

Messa og sunnudagaskóli 26. febrúar kl. 11

Sr Jón Helgi Þórarinsson messar. Guðmundur Sigurðsson leikur á orgelið og stýrir söng félaga í Barbörukórnum. Sunnudagskólinn hefst í kirkjunni en síðan afar börnin með Erlu Björgu og Hjördísi Rós í safnaðarheimilið og eiga þar skemmtilega stund. Kaffisopi og djús á eftir. Allir velkomnir.

Jón Helgi Þórarinsson, 23/2 2017

Morgunmessa miðvikudaga kl. 8.15 – 8.45

Orgelleikur, sálmasöngur, ritningarorð, bænagjörð, heilög kvöldmáltíð. Léttur morgunverður eftir eftir messuna.

Jón Helgi Þórarinsson, 21/2 2017

Fermingarfræðsla 21. febrúar

Kl. 16 koma fermingarbörn úr Setbergsskóla og Hvaleyrarskóla.
Kl. 17 koma fermingarbörn úr Áslandsskóla, Hraunvallaskóla og Víðistaðaskóla

Jón Helgi Þórarinsson, 21/2 2017

TTT fimmtudaginn 23.febrúar

TTT verður á sínum stað kl.16.30-18. Á dagskrá verður Orrusta. Allir 10-12 ára krakkar eru hjartanlega velkomnir.

tttmynd7

Erla B. Káradóttir, 19/2 2017Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur, gsm 8985531
Sr. Þórhildur Ólafs, prestur

Viðtalstímar þri. - fös. kl. 10 - 12
Skrifstofa kirkjunnar opin mánud. - fimmtud. kl. 10 - 16 og föstud. kl. 10 - 12
Sími kirkjunnar er 520 5700
Neyðarsími presta í Hafnarfirði og í Garðabæ: 659 7133

Miðvikudagur

08:15 - 08:45 Morgunmessa. Léttur morgunverður á eftir.
10:00 - 12:00 Viðtalstímar presta
13:00 - 16:30 Skákklúbburinn Riddarinn (Vonarhöfn)
15:00-16:00 Heimsókn frá Drafnarhúsi 1. miðvikudag í mánuði
20:00 - 21:00 AA-starf spor (Vonarhöfn)

Dagskrá ...