Hafnarfjarðarkirkja

 

Karlakórinn Þrestir syngja í konudagsmessu 24. febrúar. Boðið upp á súpu

Á konudaginn, 24. febrúar, verður konudagsmessa og í messunni verður barn borið til skírnar. Karlakórinn Þrestir syngja undir stjórn Árna Hinriks Karlssonar og Hilmar Örn Agnarsson leikur á orgelið. Sr. Stefán Már Gunnlaugsson prédikar og þjónar fyrir altari. Bylgja Dís Gunnarsdóttir leiðir sunnudagaskólann sem hefst inn í kirkjunni, en svo halda börnin yfir í safnaðarheimilið þar sem tekur við fjölbreytt dagskrá með söng, sögum, brúðuleikhúsi ofl.

Á eftir messuna og sunnudagaskólann er boðið upp á súpu í safnaðarheimilinu.

Verum öll hjartanlega velkomin.

konudagsmessa

Jón Helgi Þórarinsson, 21/2 2019

Messa og sunnudagaskóli 17. febrúar kl 11

Sr Þorvaldur Karl Helgason þjónar og predikar í messunni, Hilmar Örn Agnarsson leikur á orgelið og félagar í Barbörukórnum syngja.
Sunnudagaskólinn hefst í kirkjunni en síðan fara börnin í safnaðarheimilið þar sem Bylgja Dís og fleiri leiðtogar annast fjölbreytta dagskrá.
Allir velkomnir. Hressing á eftir.

Jón Helgi Þórarinsson, 14/2 2019

Morgunmessa miðvikudaga kl 8.15 – 8.45

Orgelleikur, sálmasöngur, íhugun, bæn, samfélagið um Guðs borð.
Létur morgunverður á eftir. Allir velkomnir.

Jón Helgi Þórarinsson, 11/2 2019

Sorg og sorgarviðbrögð

Fræðslukvöld miðvikudaginn 13. febrúar kl 20. – 20.45. 
Sr Jón Helgi Þórarinsson fjallar um ýmsar hliðar sorgarinnar og bendir á nokkur ráð sem gott er að hafa í huga við úrvinnslu sorgar sem og að við að veita stuðning þeim er syrgja.
Allir veru velkomnir á fræðslukvöldið en fermingarbörn og foreldrar eru sérstaklega hvött til að koma. Kaffisopi og spjall á eftir.

Jón Helgi Þórarinsson, 11/2 2019

Fermingarfræðsla 12. febrúar

Kl. 16 koma fermingarbörn úr Hvaleyrarskóla
Kl. 17 koma fermingarbörn úr Setbergsskóla

Jón Helgi Þórarinsson, 11/2 2019

Fjölskylduguðsþjónusta og sunnudagaskóli kl 11 sunnudaginn 10. febrúar

Barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Helgu Loftsdóttur. Sunnudagaskólinn, sem Bylgja Dís annast, tekur þátt í stundinni. Prestur sr Stefán Már Gunnlaugsson. Hilmar Örn Agnarsson leikur á orgel og píanó. Stund fyrir alla fjölskylduna. Hressing á eftir.

Jón Helgi Þórarinsson, 7/2 2019

Fermingarfræðsla 5. febrúar

Kl. 16  koma fermingarbörn úr Öldutúnsskóla, Áslandsskóla og Nú
Kl. 17 koma fermingarbörn úr Lækjarskóla og Hraunvallaskóla

Jón Helgi Þórarinsson, 3/2 2019

Messa og sunnudagaskóli 3. febrúar kl 11

Bænadagur að vetri. Sr Jón Helgi Þórarinsson messar. Þorvaldur Örn Davíðsson leikur á orgelið og Rakel Edda Guðmundsdóttir syngur.
Bylgja Dís leiðir fjölbreytta dagskrá í sunnudagaskólanum.
Verið velkomin. Hressing á eftir.

Jón Helgi Þórarinsson, 1/2 2019

Fermingarfræðsla 29. janúar

Kl. 16 koma fermingarbörn úr Hvaleyrarskóla
Kl. 17 koma fermingarbörn úr Setbergsskóla

Jón Helgi Þórarinsson, 28/1 2019

Fermingarbarnahátíð sunnudaginn 27. janúar kl 18 – 21

ferming-2019 (1)

Jón Helgi Þórarinsson, 25/1 2019Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur, gsm 8985531
Sr. Þorvaldur Karl Helgason sinnir prestsþjónustu í janúar og febrúar 2019. Sími 8604860. Sr. Þórhildur Ólafs, prestur, er í leyfi í janúar og febrúar 2019

Viðtalstímar þri. - fös. kl. 10 - 12
Skrifstofa kirkjunnar opin mánud. - fimmtud. kl. 10 - 16 og föstud. kl. 10 - 12
Sími kirkjunnar er 520 5700
Neyðarsími presta í Hafnarfirði og í Garðabæ: 659 7133

Laugardagur

11.00-12.00 CODA-fundur (Vonarhöfn)

Dagskrá ...