Hafnarfjarðarkirkja

 

Passíusálmarnir sungnir á pálmasunnudag, skírdag og föstudaginn langa kl 17 – 19 í Hafnarfjaðarkirkju

Sönghópurinn Lux aeterna syngur passíusálma Hallgríms Péturssonar við „gömlu lögin“ sem fólk söng um aldir. Smári Ólason safnaði lögunum saman og útsetti og voru þau gefin út af Skálholtsútgáfunni 2015.
Hrafnkell Orri Egilsson leikur á selló á skírdag og föstudaginn langa.
Allir eru velkomnir og fólk getur komið og farið að vild.

Jón Helgi Þórarinsson, 22/3 2018

Dymbilvika og páskar 2018

Pálmasunnudagur 25. mars
Fermingarmessa kl 11
Sunnudagskóli kl. 11
Kl 17 – 19. Sönghópurinn Lux aeterna flytur passíusálma Hallgríms Péturssonar við „gömlu lögin“ sem fólk söng um aldir. Fólk getur komið og farið að vild.

Skírdagur 29. mars
Fermingarmessa kl. 11
Kl. 17 – 19. Lux aeterna syngur passíusálma. Hrafnkell Orri Egilsson leikur á selló. Fólk getur komið og farið að vild.
Heilög kvöldmáltíð um kl. 17.50. Prestur Jón Helgi Þórarinsson.

Föstudagurinn langi, 30. mars
Kyrrðarstund kl. 11  Magnea Tómasdóttir syngur úr passíusálmunum. Lesið úr píslarsögunni.  Prestur Þórhildur Ólafs. Organisti Guðmundur Sigurðsson.
Kl. 17 – 19. Lux aeterna syngur passíusálma. Hrafnkell Orri Egilsson leikur á selló. Fólk getur komið og farið að vild.

Páskadagur, 1. apríl
Hátíðarmessa kl. 8 árdegis.
Sr. Stefán Már Gunnlaugsson predikar og þjónar ásamt sr. Jóni Helga Þórarinssyni og sr Þórhildi Ólafs. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Barbörukórinn syngur.
Morgunverður í Hásölum Strandbergs eftir messunna.
Hátíðarmessa Sólvangi kl. 15 . Prestur sr Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Félagar úr Barbörukórnum syngja.

Jón Helgi Þórarinsson, 22/3 2018

Síðasta morgunmessan á þessum vetri miðvikudaginn 21. mars kl 8.15

Orgelleikur, sálmasöngur, ritningarlestur, hugleiðing, bænagjörð og samfélagið um Guðs borð. Léttur morgunverður á eftir í safnaðarheimilinu. Allir velkomnir.

Jón Helgi Þórarinsson, 19/3 2018

Fermingarbörn æfa fyrir fermingarnar og máta fermingarkyrtlana

Miðvikudaginn 21. mars eru æfing fyrir fermingar á pálmasunnudag, 25. mars og skírdag 29. mars

Kl 16 koma þau börn sem fermast á pálmasunnudegi 25. mars.
Kl 17 koma þau börn sem fermast á skírdegi 29. mars.

Jón Helgi Þórarinsson, 19/3 2018

Fermingardagar vorið 2019

Foreldarar eru farnir að spyrja um fermingardagana næsta vor, 2019. Þeir verða sem hér segir:

Sunnudagur 31. mars kl. 11.
Sunnudagur 7. apríl kl. 11
Pálmasunnudagur 14. apríl kl. 11
Skírdagur 18. apríl kl. 11
Hvítasunnudagur, 9. júní kl. 11

Skráning hefst strax eftir páska.

Jón Helgi Þórarinsson, 19/3 2018

Viðtöl fermingarbarna þriðjudaginn 20. mars

Síðari hópur fermingarbarnanna kemur í viðtal þriðjudaginn 20. mars. Hér fyrir neðan má sjá nöfn og þann tíma sem þau eiga að mæta.

Lesa áfram …

Jón Helgi Þórarinsson, 19/3 2018

Kór unga fólksins í Hafnarfjarðarkirkju

Í guðsþjónustu n.k. sunnudag kl. 11.00 í Hafnarfjarðarkirkju  mun kór unga fólksins syngja sálma og ýmis lög á léttum nótum undir stjórn Helgu Loftsdóttur, barnakórstjóra kirkjunnar. Hún hefur um árabil staðið fyrir gróskumiklu söngstarfi í Hafnarfjarðarkirkju, þar sem fjöldi barna-og unglinga hefur tekið virkan þátt og mörg í nýja kórnum tóku virkan þátt í því starfi.

Þetta er í fyrsta skipti sem kór unga fólksins syngur við guðsþjónustu og er til vitnis um fjölbreytni í starfi kirkjunnar. Kirkjan er opið samfélag og býður ungu fólki til þátttöku í gefandi sönglífi og eru nýir alltaf hjartanlega velkomnir.

Stefán Már Gunnlaugsson, héraðsprestur, prédikar og þjónar fyrir altari og organisti er Guðmundur Sigurðsson. Verum öll velkomin til guðsþjónustunnar í Hafnarfjarðarkirkju n.k. sunnudag

Korungafolksins

Erla B. Káradóttir, 13/3 2018

Fermingarviðtöl þriðjudaginn 13. mars

Fermingarbörn  koma í stutt viðtal þriðjujudagana 13. mars og 20. mars.
Hér fyrir neðan má sjá hvenær börnin eiga að koma í viðtöl. Lesa áfram …

Jón Helgi Þórarinsson, 12/3 2018

Fundur með foreldrum fermingarbarna fimmtudagskvöldið 8. mars kl 20

Lokafundur með foreldrum fermingarbarna verður fimmtudagskvöldið 8. mars kl 20 – 21.
Fyrst verður farið yfir fermingarstarfið í vetur en síðan verður farið yfir fermingarnar sjálfar. æfingar og annan undirbúning.
Fermingarbörnin þurfa ekki að koma á þennan fund.

Jón Helgi Þórarinsson, 6/3 2018

Morgunmessa miðvikudaginn 7. mars kl 8.15 – 8.45

Orgelleikur, sálmasöngur, hugvekja, samfélagið um Guðs borð.
Boðið upp á léttan morgunverð eftir stundina. Allir velkomnir.

Jón Helgi Þórarinsson, 6/3 2018Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur, gsm 8985531
Sr. Þórhildur Ólafs, prestur

Viðtalstímar þri. - fös. kl. 10 - 12
Skrifstofa kirkjunnar opin mánud. - fimmtud. kl. 10 - 16 og föstud. kl. 10 - 12
Sími kirkjunnar er 520 5700
Neyðarsími presta í Hafnarfirði og í Garðabæ: 659 7133

Laugardagur

11.00-12.00 CODA-fundur (Vonarhöfn)

Dagskrá ...