Hafnarfjarðarkirkja

 

Fjölskylduguðsþjónusta og sunnudagaskóli 11. nóvember kl 11

Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju syngur undir stjórn Helgu Loftsdóttur. Guðmundur Sigurðsson leikur á orgel og píanó. Sr Jón Helgi Þórarinsson leiðir stundina. Sigríður Björnsdóttir flytur hugvekju.
Sunnudagaskólinn hefst í kirkjunni en síðan fara börnin í safnaðarheimilið með Bylgju og Sigríði og eiga þar stund með fjölbreyttri dagskrá.
Starf kristniboðssambandsins kynnt.

Jón Helgi Þórarinsson, 8/11 2018

Ljós tendruð á kertum í minningu látinna við messu sunnudaginn 4. nóvember kl 11

Sunnudagaskóli og messa kl 11 sunnudaginn 4. nóvember. Allra heilagra messa – látinna minnst.
Sr Stefán Már Gunnlaugsson messar. Guðmundur Sigurðsson leikur á orgelið og stýrir söng félaga úr Barbörukórnum.
Sunnudagaskólinn hefst í kirkjunni en síðan fara börnin með Bylgju og Sigríði í safnaðarheimilið og eiga þar stund með fjölbreyttri dagskrá.
Hressing eftir stundina.

Jón Helgi Þórarinsson, 1/11 2018

Fermingarfræðsla 30. október

Kl. 16 koma fermingarbörn úr Hvaleyrarskóla
Kl. 17 koma fermingarbörn úr Setbergsskóla

Jón Helgi Þórarinsson, 29/10 2018

Hádegistónleikar í Hafnarfjarðarkirkju 30. október kl. 12:15

 

Hádegistónleikar 2018 okt -A4

Guðmundur Sigurðsson, 25/10 2018

Haustfundur Kvenfélags Hafnarfjarðarkirkju fimmtudagur 25. október kl. 20.

Gestur fundarins er Alice Olivia Clarke myndlistarkona og hönnuður. Verið velkomnar og takið með ykkur gesti.

Jón Helgi Þórarinsson, 24/10 2018

Predikun Jógvans Fríðrikssonar Færeyjabiskups

Hér má lesa predikun Færeyjabiskups Jógvans Fríðrikssonar, sem hann flutti í Hafnarfjarðarkirkju sunnudaginn 21. október kl 11.

Lesa áfram …

Jón Helgi Þórarinsson, 23/10 2018

Séra Friðriks hátíð og sunnudagaskóli kl 11 sunnudaginn 28. október kl 11

Fjölbreytt dagskrá í tilefni af því að 150 ár eru frá fæðingu æskulýðsleiðtogans sr Friðriks Friðrikssonar stofnanda KFUM og K, Hauka, Vals, sumarbúðanna Kaldárseli o.fl. Heimildamynd sýnd um sr Friðrik.  Sr Guðni Már fjallar um þennan einstaka æskulýðsleiðtoga. Söngur, frásagnir, upplestur og ávörp.
Sunnudagaskóli kl 11 með fjölbreyttri dagskrá og eru öll börn verlkomin ásamt með foreldrum eða öfum og ömmum.
Veitingar á eftir.

Jón Helgi Þórarinsson, 23/10 2018

Morgumessa miðvikudaginn 24 október kl 8.15 – 8.45

Orgelleikur, söngur, ritningarlestur, hugleiðing, samfélagið um Guðs borð.
Léttur morgunverður á eftir. Allir velkomnir.

Jón Helgi Þórarinsson, 23/10 2018

Enginn fermingarfræðsla 23. október

þar sem vetrarfrí eru í skólnunum.

Jón Helgi Þórarinsson, 22/10 2018

Biskupsmessa og sunnudagskóli sunnudaginn 21.október kl 11

Færeyjabiskup, Jógvan Friðriksson, predikar og þjónar ásamt sr Kristjáni Vali Ingólfssyni, vígslubiskupi emeritus, sóknarpresti og þremur færeyskum prestum, sem eru: Maria Jørðdal Niclasen, Sverri Steinhólm, Inga Poulsen Dam. Predikunin verður þýdd á íslensku. Organisti er Guðmundur Sigurðsson og félagar í Barbörukórnum syngja. Heimsókn Færeyjabiskups er tengd ráðstefnunni Arctic Circle.
Sunnudagskólinn verður í safnaðarheimilinu kl 11 í umsjón Bylgju og Sigríðar.
Hressing eftir messuna. Allir velkomnir.

Jón Helgi Þórarinsson, 18/10 2018Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur, gsm 8985531
Sr. Þórhildur Ólafs, prestur

Viðtalstímar þri. - fös. kl. 10 - 12
Skrifstofa kirkjunnar opin mánud. - fimmtud. kl. 10 - 16 og föstud. kl. 10 - 12
Sími kirkjunnar er 520 5700
Neyðarsími presta í Hafnarfirði og í Garðabæ: 659 7133

Þriðjudagur

10:00 - 12:00 Viðtalstímar presta
16 - 18 Fermingarfræðsla
12.15 - 12.45 Orgeltónleikar síðasta þriðjudag hvers mánaðar

Dagskrá ...