Hafnarfjarðarkirkja

 

Lúter og lífsgleðin

Mánudaginn 23. október kl 20 fjallar dr Sigurjón Árni Eyjólfsson um siðbótarmanninn Martein Lúter.
31. október n.k. verða 500 liðin frá því hann hengdi 95 greinar upp á dyr Hallarkirkjunnar í Wittenberg og kallaði eftir siðbót innan kirkjunnar á ýmsum sviðum. Þessa er minnst vítt um veröld á þessu ári. Í fyrirlestri sínum mun dr Sigurjón Árni bregða upp myndum af siðbótarmanninumsem hafði gríðarleg áhrif í Evrópu á sinni tíð og mótaði margt sem við byggjum á enn í dag í kirkju og samfélagi.

Allir eru velkomnir og boðið er upp á kaffisopa

.Martin_Luther,_1529

Jón Helgi Þórarinsson, 20/10 2017

Messa og sunnudagskóli 22. október kl 11

Koma syndir feðra og mæðra niður á börnunum?  er umfjöllunarefni predikunarinnar. Prestur sr Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Kjartan Ognibene. Félagar í Barbörukórnum syngja.
Sunnudagskólinn hefst í kirkjunni en síðan fara börnin inn í safnaðarheimilið með Hjördísi og Erlu. Fjölbreytt dagskrá.
Hressing á eftir. Allir velkomnir.

Jón Helgi Þórarinsson, 18/10 2017

TTT fimmtudaginn 19.október

Það eru leikir og fjör á dagskrá í TTT fimmtudaginn 19.október kl.17-18.

Við hittumst í Vonarhöfn og eigum góða stund saman.

TTT, starf fyrir 10-12 ára krakka, er alla fimmtudaga í Vonarhöfn, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju, kl.17-18. Skemmtileg dagskrá, uppbyggjandi fræðsla og góður félagsskapur.

TTT partý

Erla B. Káradóttir, 17/10 2017

Morgunmessa miðvikudag kl 8.15 – 8.45, Léttur morgunverður á eftir

Orgelleikur, sálmasöngur, ritningarlestur, hugvekja, bænagjörð og samfélagið um Guðs borð. Eftir stundina er léttur morgunverður í safnaðarheimilinu. Allir velkomnir.

Jón Helgi Þórarinsson, 17/10 2017

Fermingarfræðsla 17. október

Kl. 16 mæta fermingarbörn úr Hvaleyrarskóla
Kl. 17, mæta fermingarbörn úr Setbergsskóla, Áslandsskóla, Hraunvallaskóla, Víðistaðaskóla, Nú og Kópavogsskóla

Jón Helgi Þórarinsson, 16/10 2017

Sunnudagaskólinn verður kl 11 í safnaðarheimilinu sunnudaginn 15. október

Það er alltaf líf og fjör í sunnudagaskólanum. Uppbyggjandi fræðsla, brúðuleikhús, Hafdís og Klemmi kíkja reglulega í heimsókn ásamt Nebba og Tófu. Söngur, gleði og gaman. Með umsjón fara Hjördís Rós Jónsdóttir og Erla Björg Káradóttir.

Jón Helgi Þórarinsson, 12/10 2017

Útimessa kl 11 við minnismerkið við Háagranda þar sem fyrsta lúterska messan var sungin

Útimessa verður við minnismerkið á Óseyrarbryggju í Hafnarfirði sunnudaginn 15. október kl 11 til að minnast þess að þar var fyrsta messan sungin hér á landi samkvæmt lúterskum sið. Þýskir kaupmenn reistu kirkju á Háagranda á árunum 1533 til 1534 og var messað þar í um sjö áratugi. Til að minnast þessa var myndarlegur steinbogi afhjúpaður við höfnina árið 2003.
Vígslubiskupinn í Skálholti, sr Kristján Valur Ingólfsson, predikar og þjónar ásamt prestum Hafnarfjarðarkirkju. Fulltrúi þýska sendiráðsins verður viðstaddur. M.a. verða sungnir sálmar eftir Lúter.
Eftir messuna býður Hafnarfjarðarsókn viðstöddum að þiggja kaffiveitingar í veitingahúsinu Kænunni sem er þar rétt hjá.
Útimessan er hluti af dagskrá í tilefni 500 ára siðbótarafmælisins á þessu ári og eru allir velkomnir.

Jón Helgi Þórarinsson, 12/10 2017

Morgunmessa miðvikudaginn 11. október kl 8.15 – 8.45

Orgelleikur, sálmasöngur, ritningarlestur, hugvekja, bænagjörð og samfélagið um Guðs borð.
Eftir stundina er léttur morgunverður í safnaðarheimilinu. Allir velkomnir.

Jón Helgi Þórarinsson, 10/10 2017

TTT fimmtudaginn 12.október

Við hittumst í Vonarhöfn á fimmtudögum kl.17-18 í TTT. Það er Pálínuboð á dagskrá. Allir sem geta, mega koma með veitingar á borðið.

TTT er starf fyrir 10-12 ára krakka. Líf og fjör og góður félagsskapur. Umsjón: Erla Björg og Ísak.

TTTmyndokt

Erla B. Káradóttir, 10/10 2017

Fermingarfræðsla 10. október

Kl. 16  koma börn úr Öldutúnsskóla
Kl. 17 koma börn úr Lækjarskóla

Jón Helgi Þórarinsson, 10/10 2017Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur, gsm 8985531
Sr. Þórhildur Ólafs, prestur

Viðtalstímar þri. - fös. kl. 10 - 12
Skrifstofa kirkjunnar opin mánud. - fimmtud. kl. 10 - 16 og föstud. kl. 10 - 12
Sími kirkjunnar er 520 5700
Neyðarsími presta í Hafnarfirði og í Garðabæ: 659 7133

Sunnudagur

10:00-10:50 Æfing Barbörukórsins
11:00 - 12:00 Messa
11:00 - 12:00 AA-starf (Vonarhöfn)

Dagskrá ...