Ungmennakórinn Bergmál

Bergmál ungmennakór

Bergmál er ungmennakór Hafnarfjarðarkirkju fyrir ungmenni á aldrinum 16 – 30 ára. Kórinn er fyrir þau sem finnst gaman að syngja krefjandi tónlist í góðum hóp.

Kórinn tekur þátt í ýmsum spennandi viðburðum innan kirkjunnar sem utan hennar og verður lagavalið því mjög fjölbreytt. 

Nýji kórinn er í samstarfi við Flensborgarskóla og fá nemendur þar ástundun sína í kórastarfinu metna til eininga.

Kórstjóri er Kári Þormar, organisti Hafnarfjarðarkirkju.

Æfingatímar

Æfingar Bergmáls 
Á mánudögum kl. 17:30 – 19:00 í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju

Skráning í ungmennakór

Skráning og allar nánari upplýsingar er hægt að fá hjá kórstjóranum Kára Þormar í síma 891 6934 eða á
kari@hafnarfjardarkirkja.is

Scroll to Top