Skráning í söfnuðinn
Skráning í söfnuðinn
Viltu skrá þig í söfnuð Hafnarfjarðarkirkju og þjóðkirkjuna?
Það er einfalt að skrá sig á netinu hjá Þjóðskrá, nota þarf íslykil eða rafræn skilríki. Til að ganga frá skráningu þarf viðkomandi að hafa netfang og símanúmer til að gilda umsóknina. Skráning barna yngri en 15 ára er einnig hjá Þjóðskrá.
Sóknargjöld fara beint og óskipt til þinnar heimasóknar. Sóknargjöldin borga fyrir organista, djákna, æskulýðsstarfsfólk, húsvörð og allt annað starfsfólk sem sóknin þín hefur. Sóknargjöldin standa undir kórastarfi, barna- og æskulýðsstarfi, veitingum og kaffi.
Sóknargjöldin borga fyrir viðgerðir og rekstur kirkjunnar þinnar. Sóknargjöld fara ekki í það að borga fyrir yfirstjórn kirkjunnar. Þau greiða ekki laun presta, biskups, vígslubiskupa eða annarra starfskrafta biskupsstofu.