Fullveldisdaginn 1. desember, fyrsta sunnudag í aðventu, fer fram Þjóðbúningamessa í Hafnarfjarðarkirkju og hefst hún kl. 11.00. Sr. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir þjónar. Kári Þormar og Barbörukórinn sjá um tónlistina. Sunnudagaskólinn verður í safnaðarheimilinu á sama tíma.
Eftir messu fer fram útskrift nemenda af námskeiðum Annríkis. Gestum er boðið upp á kaffi og meðlæti.
Allir eru velkomnir á viðburðina og þeir sem eiga búninga eru hvattir til að skarta þeim á þessum hátíðisdegi