Sunnudaginn 12. nóvember kl. 11 verður boðið upp á hugljúfa Taizemessu í Hafnarfjarðarkirkju. Taizemessa á uppruna sinn að rekja til bæjarins Taizé í Suður-Frakklandi og byggist hún upp á endurteknum söngstefjum sem kalla fram hughrif kyrrðar. Sr. Aldís Rut Gísladóttir þjónar fyrir altari, félagar úr Barbörukórnum leiða Taize söngva undir stjórn Kára Þormar organista. Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu á sama tíma, verið hjartanlega velkomin!
Taizemessa kl. 11
Taizemessa kl. 11
Hafnarfjarðarkirkja
Til staðar fyrir íbúa Hafnarfjarðar í blíðu og stríðu í yfir 100 ár.