Páskahelgihald í Hafnarfjarðarkirkju 2023
Skírdagskvöld kl. 20 Altarisganga með sérbökuðu, ósýrðu brauði. Barbörukórinn syngur undir stjórn Kára Þormars organista. Prestur sr. Aldís Rut Gísladóttir.
Föstudagurinn langi kl. 11 Kyrrðarstund við krossinn. Píslarsagan lesin. Magnea Tómasdóttir sópransöngkona syngur valda Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Kári Þormar leikur á orgel. Prestur sr. Jónína Ólafsdóttir.
Páskadagur kl. 8.00 Hátíðarguðsþjónusta og morgunverður á eftir í Hásölum. Barbörukórinn syngur undir stjórn Kára Þormars organista. Prestur sr. Jónína Ólafsdóttir.
Föstudagurinn langi kl. 13-18. Passíusálmar lesnir í heild sinni og tónlist leikin á milli. Sr. Sigurður Kr. Sigurðsson og Kristín Jóhannesdóttir leiða stundina. Verið velkomin að kíkja við á milli kl. 13-18.
Páskadagur á Sólvangi kl. 14.00 Hátíðarmessa í samkomusalnum. Prestur sr. Sighvatur Karlsson. Félagar úr Barbörukórnum syngja og Kári þormar spilar.
Verið öll hjartanlega velkomin í Hafnarfjarðarkirkju á páskahátíð.