Námskeið í Kyrrðarbæn

Námskeið í Kyrrðarbæn

NÁMSKEIÐ Í KYRRÐARBÆN 🌱

Kyrrðarbænasamtökin á Íslandi ásamt Víðistaðakirkju og Hafnarfjarðarkirkju bjóða upp á námskeið um Kyrrðarbæn í Víðistaðakirkju.

Námskeiðið fer fram í tveimur hlutum sá fyrri er fimmtudaginn 2. nóvember kl. 17.30-19.30 og sá seinni viku seinna fimmtudaginn 9. nóvember kl. 17.30-19.30.

Kyrrðarbæn er íhugunaraðferð úr kristinni hefð sem hefur verið stunduð í einhverri mynd alveg frá frumkristni. Á námskeiðinu verður fjallað um þessa íhugunaraðferð, hún kennd og iðkuð.

Kyrrðarbæn er afar einföld iðkun sem fer fram í þögn og gengur út á að hvíla í nærveru Guðs og samþykkja verk heilags anda innra með okkur. Þótt aðferðin sé einföld hefur hún umbreytandi áhrif á iðkandann með auknum andlegum þroska sem leiðir m.a. til aukinnar sjálfsþekkingar og dýpra sambands við Guð og menn.

Kennarar námskeiðsins eru Bergþóra Baldursdóttir og Bylgja Dís Gunnarsdóttir en þær eru báðar með kennsluréttindi í Kyrrðarbæn og hafa ástundað hana um árabil. Bergþóra og Bylgja Dís sjá um Kyrrðarbænastundir sem fara fram í Víðistaðakirkju á fimmtudögum kl. 17.30.


Verð: 4.000 kr. Innifalið er léttur kvöldverður bæði kvöldin og námsgögn.

Skráning: https://kyrrdarbaen.skramur.is/input.php?id=18

Nokkrum dögum fyrir námskeiðið fá þátttakendur kröfu í heimabankann sinn fyrir námskeiðsgjaldinu.
Nánari upplýsingar: bylgja@hafnarfjardarkirkja.is.

Scroll to Top