Þann 24. september kl. 11:00 verður messa ásamt 50, 60 og 70 ára afmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju.
Kl. 11:00 verður messa í kirkjunni þar sem afmælisfermingarbörn taka þátt í söng og lestrum og Örn Geirsson flytur hugvekju. Eftir messu er farið yfir í safnaðarheimilið þar sem snæddur er léttur hádegisverður í Hásölum, spjallað saman og rifjaðar upp skemmtilegar sögur.
Í lok messunnar gefst kostur á myndatökum með hverjum hóp fyrir sig.
Hver og einn greiðir fyrir sig en maturinn kostar kr. 3.000. Ekki er posi á staðnum en hægt er að greiða með pening eða millifæra.
Vonandi geta sem flest fermingarafmælisbörn tekið þátt í fagnaðinum með okkur og eru makar og aðrir sem áhuga hafa að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir.
Vinsamlegast skráið þátttöku ef þið viljið taka þátt í málsverðinum í síma 520 5700.
Sunnudagaskóli verður í safnaðarheimilinu á sama tíma.