Gengið verður til altaris í messu þann 12. janúar kl. 11:00. Altarisganga eða heilög kvöldmáltíð hefur fylgt kristni frá upphafi og á rætur sínar að rekja til síðustu kvöldmáltíðar Krists og fylgjenda hans. Að ganga til altaris felur í sér játningu, það felur í sér að vilja lifa í friði og sátt við okkur sjálf, Guð og menn. Sr. Þuríður, sem nýlega kom til starfa í Hafnarfjarðarkirkju, prédikar og þjónar fyrir altari.
Sunnudagaskólinn hefst að nýju eftir jólafrí á þennan sunnudaginn kl. 11:00.
Verið hjartanlega velkomin!