Kyrrðardagur í Hafnarfjarðarkirkju

Kyrrðardagur í Hafnarfjarðarkirkju

Kyrrðardagur í Hafnarfjarðarkirkju 20. maí kl. 09:00

Kyrrðardagar veita einstakt tækifæri til að dvelja og endurnærast í mildi og kyrrð. 

Boðið verður upp á Kyrrðarbæn, íhugun, léttar jógaæfingar og djúpslökun. Dagurinn mun að mestu leyti fara fram í þögn og þar með borðhald í hádeginu. Dýnur og teppi verða á staðnum. 

Umsjón með Kyrrðardögum í Hafnarfjarðarkirkju hafa sr. Aldís Rut Gísladóttir og Bylgja Dís Gunnarsdóttir. 

 Verð: 5.000 kr. Skráning: https://hafnarfjardarkirkja.skramur.is/input.php?id=4

Þegar þið hafið skráð ykkur þá fáið þið sendar upplýsingar um hvernig sé best að greiða.

Nánari upplýsingar: aldisrut@hafnarfjardarkirkja.is, bylgja@hafnarfjardarkirkja.is eða í síma 661 7719.

Scroll to Top