Páskahelgihald 2024

Páskahelgihald 2024

Páskahelgihald í Hafnarfjarðarkirkju 2024

      Verið öll hjartanlega velkomin í Hafnarfjarðarkirkju á páskahátíð

 

Pálmasunnudagur kl. 10.30 og kl. 13.30

Fermingarmessur

Sr. Jónína Ólafsdóttir og sr. Aldís Rut Gísladóttir ferma.

 

Skírdagskvöld kl. 20

Kvöldmáltíðarguðsþjónusta þar sem altarið verður afskrýtt.

Barbörukórinn flytur Sálumessu eftir Gabriel Fauré undir stjórn Kára Þormar organista.

Einsöngvarar: Rakel Edda Guðmundsdóttir sópran og Hugi Jónsson bariton.

Prestur sr. Aldís Rut Gísladóttir

 

Föstudagurinn langi kl. 11

Fyrrum starfandi prestar lesa Passíusálma Hallgríms Péturssonar.

Kristín Jóhannesdóttir leikur á orgel.

Umsjón sr. Sighvatur Karlsson

Lesarar: sr. Anna Sigríður Pálsdóttir, sr. Flóki Kristinsson, sr. Haraldur M. Kristjánsson, sr. Lára Oddsdóttir, sr. Sjöfn Jóhannesdóttir, sr. Valgeir Ástráðsson, sr. Sighvatur Karlsson og sr. Sigurður Kr. Sigurðsson

 

Páskadagur kl. 8.00

Hátíðarguðsþjónusta og morgunverður í Hásölum.

Barbörukórinn syngur undir stjórn Kára Þormar organista.

Prestur sr. Jónína Ólafsdóttir

 

Páskadagur á Sólvangi kl. 14.00

Hátíðarmessa í samkomusalnum.

Prestur sr. Sighvatur Karlsson.

Félagar úr Barbörukórnum syngja og Kári Þormar spilar.

Scroll to Top