Verið hjartanlega velkomin í messu sem verður í umsjá yndislegra fermingarbarna
ásamt presti og starfsfólki Hafnarfjarðarkirkju.

Börnin hafa samið bænirnar og bakað bakkelsið sem boðið verður með messukaffinu á eftir. Einnig hafa fermingarbörnin æft nokkra sálma sem verða sungnir í fjöldasöng og ýmislegt fleira.
Við bjóðum ykkur öll hjartanlega velkomin til þessarar stundar og sérstaklega fjölskyldur fermingarbarnanna 

Sr. Jónína Ólafsdóttir leiðir stundina ásamt Yrju Kristinsdóttur, æskulýðsfulltrúa. Kári Þormar er organisti og Barbörukórinn syngur.