Fjölskyldumessa – Krakkabarokk

Fjölskyldumessa – Krakkabarokk

Í fjölskyldumessu þann 10. nóvember kl. 11:00 í Hafnarfjarðarkirkju fáum við góða og músíkalska gesti. Hluti af tónlistarhópnum Krakkabarokk í Hafnarfirði kemur í heimsókn og gefur okkur smá innsýn í hljóðheim barokksins. Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju tekur þátt.

Sr. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir, nýráðinn prestur við Hafnarfjarðarkirkju, og Yrja Kristinsdóttir, æskulýðsfulltrúi Hafnarfjarðarkirkju, leiða stundina ásamt Brynhildi Auðbjargardóttur, kórstjóra barna- og unglingakóra Hafnarfjarðarkirkju. Helga Sigríður Kolbeins leikur á orgel.
Við bjóðum vinum okkar sem mæta í sunnudagaskólann, fermingarbörnum og fjölskyldum þeirra og fjölskyldum Unglingakórsins sérstaklega til stundarinnar, ásamt öllum öðrum sem áhuga kunna að hafa.

Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Fjölskyldumessan er hluti af Kirkjulistaviku Kjalarnessprófastsdæmis.
Scroll to Top