Í fjölskyldumessu þann 10. nóvember kl. 11:00 í Hafnarfjarðarkirkju fáum við góða og músíkalska gesti. Hluti af tónlistarhópnum Krakkabarokk í Hafnarfirði kemur í heimsókn og gefur okkur smá innsýn í hljóðheim barokksins. Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju tekur þátt.
Sr. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir, nýráðinn prestur við Hafnarfjarðarkirkju, og Yrja Kristinsdóttir, æskulýðsfulltrúi Hafnarfjarðarkirkju, leiða stundina ásamt Brynhildi Auðbjargardóttur, kórstjóra barna- og unglingakóra Hafnarfjarðarkirkju. Helga Sigríður Kolbeins leikur á orgel.
Við bjóðum vinum okkar sem mæta í sunnudagaskólann, fermingarbörnum og fjölskyldum þeirra og fjölskyldum Unglingakórsins sérstaklega til stundarinnar, ásamt öllum öðrum sem áhuga kunna að hafa.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Fjölskyldumessan er hluti af Kirkjulistaviku Kjalarnessprófastsdæmis.