Tvær messur í Hafnarfjarðarsókn verða sunnudaginn 2. júní. Kl. 11:00 munu 17 ungmenni fermast í Hafnarfjarðarkirkju. Eftir það verður vormessa í Krýsuvíkurkirkju þann kl. 14:00. Boðið verður upp á messukaffi í Sveinshúsi þar sem sýningin Akademía verður opnuð með verkum eftir níu listamenn.Í messunni sjá Kári Þormar og Sara Gríms um tónlistina, sr. Jónína þjónar fyrir altari og sr. Sighvatur prédikar.Það er stuttur bíltúr í Krýsuvíkurkirkju en hún stendur ásamt Sveinshúsi í stórbrotinni náttúru. Verið hjartanlega velkomin!
Fermingarmessa og vormessa í Krýsuvíkurkirkju
Fermingarmessa og vormessa í Krýsuvíkurkirkju
Hafnarfjarðarkirkja
Til staðar fyrir íbúa Hafnarfjarðar í blíðu og stríðu í yfir 100 ár.