Bleik messa í Hafnarfjarðarkirkju, sunnudaginn 12. október kl 17.00.
Thelma Björk Jónsdóttir flytur hugvekju en hún er hönnuður Bleiku slaufunnar í ár.
Hún hefur mjög persónulega tengingu við Bleiku slaufuna en hún greindist með brjóstakrabbamein árið 2024. Thelma Björk er menntaður fatahönnuður, listakona og eigandi Thelma design, sem fagnar tuttugu ára starfsafmæli í ár. Thelma Björk vill vera fyrirmynd fyrir aðrar konur sem eru með langvinnt og ólæknandi krabbamein og sýna fram á að það er hægt að lifa lífinu í gleði og þakklæti.
Sr. Jónína Ólafsdóttir þjónar fyrir altari.
Kór Hafnarfjarðarkirkju syngur.
Organisti er Kári Þormar.
Verið hjartanlega velkomin.