Æskulýðsmessa í Víðistaðakirkju sunnudaginn 5.október

Æskulýðsmessa í Víðistaðakirkju sunnudaginn 5.október

Æskulýðsmessa Hafnarfjarðarkirkju og Víðistaðakirkju verður sunnudaginn 5. október kl. 11.00 í Víðistaðakirkju.
Umsjón með messunni hafa sr. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir, Yrja Kristinsdóttir og Svanhildur Helgadóttir.
Barna- og unglingakórar Hafnarfjarðarkirkju og Víðistaðakirkju munu sjá um söng undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar, Helgu Sigríðar Kolbeins og Guðnýjar Ölmu Haraldsdóttur.
Að lokinni messu verður boðið upp á veitingar í safnaðarsal Víðistaðakirkju ☕️
Athugið: Sunnudagaskólinn í Hafnarfjarðarkirkju verður ekki þennan sunnudag.
Verið hjartanlega velkomin! 🌿
 
 

 
Scroll to Top