Verið hjartanlega velkomin í Hafnarfjarðarkirkju á aðventu!
Aðventa – tónleikar Barbörukórsins 29. nóvember kl. 20:00 Barbörukórinn býður upp á undurfagra og fjölbreytta kórtónlist undir stjórn Kára Þormar i Hafnarfjarðarkirkju. Flutt verða þekkt jólalög í bland við nýrri verk. Miðaverð: 3.500, kr. 2.500 fyrir eldri borgara og öryrkja. Frítt fyrir börn. Miðasala á tix.is.
Þjóðbúningamessa með þátttöku Annríkis 1. desember kl. 11.00 Sr. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir. Kári Þormar organisti og Barbörukórinn. Piparkökusunnudagaskóli í safnaðarheimilinu á sama tíma. Eftir messu fer fram útskrift nemenda af námskeiðum Annríkis. Gestum er boðið upp á kaffi og meðlæti. Allir eru velkomnir á viðburðina og þeir sem eiga búninga eru hvattir til að skarta þeim á þessum hátíðisdegi.
Frú Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, er gestur á eldriborgarasamveru 3. desember kl. 12:00-14:00 Eldriborgarasamverurnar í Hafnarfjarðarkirkju eru einstaklega vel sóttar. Þær hefjast með helgistund í kirkjunni, þá er léttur málsverður, fjöldasöngur og loks tekur gestur dagsins til máls.
Jólaheimsóknir grunnskóla 5.-13. desember Hafnarfjarðarkirkja býður öllum grunnskólum Hafnarfjarðar í jólaheimsókn í desember. Heimsóknirnar verða í boði frá 5.-13. desember. Mikilvægt er að skólastjórnendur panti heimsóknir tímanlega með því að senda póst á yrja@hafnarfjardarkirkja.is.
Aðventumessa með altarisgöngu 8. desember kl. 11:00 Sr. Sighvatur Karlsson. Kári Þormar organisti og Barbörukórinn. Skátar færa okkur friðarlogann frá Betlehem. Jólaföndurssunnudagaskóli í safnaðarheimilinu á sama tíma.
Glúmur Gylfason, fyrrverandi sögukennari, organisti og söngmálastjóri, er gestur á eldriborgarasamveru 10. desember kl. 12:00-14:00 Eldriborgarasamverur í Hafnarfjarðarkirkju eru afar nærandi og gefandi stundir. Þær hefjast með helgistund í kirkjunni, þá er léttur málsverður, fjöldasöngur og loks tekur gestur dagsins til máls.
Jólastund fjölskyldunnar og jólaball 15. desember kl. 11:00 Jólastund í Hafnarfjarðarkirkju. Barnakór kirkjunnar flytur helgileik undir stjórn Brynhildar Auðbjargardóttur. Dansað í kringum jólatréð í safnaðarheimilinu og heimsókn úr fjöllunum.
Jólavaka við kertaljós og 110 ára vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju 15. desember kl. 20:00 Forseti Íslands, frú Halla Tómsdóttir, flytur hátíðarræðu. Prestar Hafnarfjarðarkirkju leiða stundina. Kórar kirkjunnar syngja undir stjórn Kára Þormar organista og Brynhildar Auðbjargardóttur. Kaffiveitingar að athöfn lokinni.
Aðventugleði á eldriborgarasamveru 17. desember kl. 12:00-14:00 Aðventugleðin verður ríkjandi á eldriborgarasamveru þar sem heil hljómsveit mætir á staðinn og leikur aðventu- og jólalög. Léttur hádegismatur með jólaívafi verður borinn á borð sem mun kosta 1.000 kr.
Guðsþjónusta á aðventu 22. desember kl. 11:00 Sr. Sigurður Kr. Sigurðsson þjónar fyrir altari. Þorgils Hlynur Þorbergsson, guðfræðingur, prédikar. Sólveig Sigurðardóttir syngur einsöng og leiðir almennan safnaðarsöng. Hljóðfæraleikarar: Erlendur Kristjánsson og Kristján Rúnarsson. Organisti: Kristín Jóhannesdóttir.
Verið hjartanlega velkomin í Hafnarfjarðarkirkju í hjarta Hafnarfjarðar.