Fermingarafmæli
Fermingarbörn sem fermdust í Hafnarfjarðarkirkju fyrir 50, 60 og 70 árum eru kölluð til samveru í kirkjunni þann 23. október kl. 11. Þau sem misst hafa af samverunni síðastliðin þrjú ár vegna covid eru einnig velkomin.
Sr. Jónína Ólafsdóttir þjónar.
Jóna Ósk Guðjónsdóttir flytur hugvekju. Kári Þormar leikur á orgel og félagar úr Barbörukórnum syngja. Skráning og nánari upplýsingar hjá Ottó staðarhaldara í síma 520 5700 og otto@hafnarfjardarkirkja.is.
Hafnarfjarðarkirkja
Til staðar fyrir íbúa Hafnarfjarðar í blíðu og stríðu í yfir 100 ár.