Fréttasafn

Fréttir

Eldriborgarasamvera þann 11.nóvember

Eldriborgarasamvera Hafnarfjarðarkirkju verður næsta þriðjudag, þann 11.nóvember kl 12.00.
Gestur dagsins verður Ólafur Ingi Jónsson, forvörður Listasafns Íslands.
Verið hjartanlega velkomin.

Lesa frétt »
Fréttir

Fermingarbörn ganga í hús 5. nóvember

Börn í fermingarfræðslu þjóðkirkjunnar ganga í hús um land allt dagana 4. – 7. nóvember með bauk frá Hjálparstarfi kirkjunnar sem er merktur, númeraður og lokaður með innsigli. Börnin gefa þannig af tíma sínum til að safna fé til verkefna Hjálparstarfsins í Afríku.

Lesa frétt »
Fréttir

Eldriborgarasamvera þann 4.nóvember

Eldriborgarasamvera Hafnarfjarðarkirkju verður á sínum stað þriðjudaginn 4. nóvember kl 12.00.
Gestur dagsins verður María Margeirsdóttir frá Jógasetrinu. Hún mun leiða í gegnum stólajóga.
Dásamleg og nærandi stund saman 🙏
Verið hjartanlega velkomin♥️

Lesa frétt »
Fréttir

Fermingarafmælishátíð 19.október kl 11.00

Þann 19. október kl. 11:00 verður 50, 60, 70 og 80 ára fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju.
Hátíðin hefst með þátttöku í messu þar sem fermingarafmælisbörn taka þátt í söng og ritningarlestrum.
Sr. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir og st. Jónína Ólafsdóttir þjóna fyrir altari. Kári Þormar leikur á orgel og Barbörukórinn syngur undir hans stjórn.
Ræðumaður er Þorsteinn G. Aðalsteinsson.

Lesa frétt »
Fréttir

Eldriborgarasamvera þann 21.október

Eldriborgarasamvera Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 21. október kl 12.00.
Gestur dagsins verður Ólafur Kristjánsson, tölvukennari. Hann mun fjalla um gervigreindina.
Verið hjartanlega velkomin 🥰

Lesa frétt »
Fréttir

Eldriborgarasamvera þann 7.október

Eldriborgarasamvera Hafnarfjarðarkirkju verður á sínum stað þriðjudaginn 7. október kl. 12.00.

Gestur dagsins verður Brynja Helga Baldursdóttir. Hún mun fjalla um Agöthu Christie, ævi hennar og ritferil.

Verið hjartanlega velkomin🍂

Lesa frétt »
Fréttir

Messa sunnudaginn 28. september

Messa í Hafnarfjarðarkirkju sunnudaginn 28. september kl 11.00.
Sr. Sighvatur Karlsson prédikar og þjónar fyrir altari.
Altarisganga

Kór Hafnarfjarðarfjarðarkirkju syngur.
Sunnudagaskóli á sama tíma í Vonarhöfn ( safnaðarheimilinu).
Verið hjartanlega velkomin 💚

Lesa frétt »
Fréttir

Græn messa sunnudaginn 21. september

Græn messa í Hafnarfjarðarkirkju sunnudaginn 21. september kl 11.00.
Sr. Jónína Ólafsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari.
Kór Hafnarfjarðarfjarðarkirkju syngur.
Sunnudagaskóli á sama tíma í Vonarhöfn ( safnaðarheimilinu).
Verið hjartanlega velkomin 💚

Lesa frétt »
Fréttir

Skráning er hafin í barna-og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju

Skráning er hafin í barna-og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju. Í kirkjunni eru starfræktir tveir kórar fyrir krakka frá 1. bekk. Á kóræfingum er sungið saman, farið er í leiki og tækifæri gefst á að mynda ný vinatengsl.
Kórstýrur eru Guðný Alma og Helga Sigríður.
Hægt er að hafa samband fyrir frekari upplýsingar hjá
Helgu: [email protected] eða
Guðnýju: [email protected]

Lesa frétt »
Fréttir

Bylgja Dís er látin

Elsku Bylgja Dís Gunnarsdóttir kvaddi þennan heim þann 3. september, eftir erfið veikindi. Bylgja starfaði hér við Hafnarfjarðarkirkju síðastliðin 8 ár og hafði einstakan metnað fyrir safnaðarstarfi kirkjunnar, fylgdi hugmyndum sínum eftir og gerði það vel.

Lesa frétt »
Fréttir

Messa 11. maí kl. 11:00

Messa kl. 11:00. Sr. Jónína Ólafsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kári Þormar leikur á orgel. Sunnudagaskólinn er kominn í sumarfrí. Verið velkomin.

Lesa frétt »
Scroll to Top