fréttasafn

Frétt

Guðsþjónusta 20. mars og aðalfundur

Guðsþjónusta 20. mars kl.11
Sr. Jónína Ólafsdóttir þjónar. Guðmundur Sigurðsson organisti og félagar úr Barbörukórnum sjá um tónlistina.

Aðalfundur Hafnarfjarðarsóknar að guðsþjónustu lokinni.

Sunnudagaskóli á sama tíma.

Lesa frétt »
Frétt

Guðsþjónusta – Altarisganga

Verið velkomin í guðsþjónustu sunnudaginn 13. mars kl.11.
Gengið verður til altaris.

Sr. Sighvatur Karlsson þjónar.
Tónlistin er í höndum Guðmundar Sigurðssonar, organista og söngfólks úr Barbörukórnum.

Kaffi á eftir.

Sunnudagaskóli á sama tíma.

Lesa frétt »
Frétt

Æskulýðsmessa 6. mars kl.20

Æskulýðsmessa í Hafnarfjarðarkirkju.
Kærleikurinn er mestur!
6. mars kl. 20.

Halli Melló talar og syngur.
Sr. Jónína Ólafsdóttir þjónar.

Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju syngur undir stjórn Helgu Loftsdóttur. Agnar Már Magnússon leikur á píanó.

Fermingarkrakkar verða með atriði.

Verið hjartanlega velkomin!

Lesa frétt »
Frétt

Minningarstund 6. mars kl.11

Minningarstund verður í Hafnarfjarðarkirkju, sunnudaginn 6. mars 2022 kl. 11, um skipverjana 25 sem fórust með togaranum SVIÐA GK 7 fyrir rétt rúmum 80 árum, 2. desember 1941.

Sr. Þorvarldur Karl Helgason og sr. Jónína Ólafsdóttir þjóna.
Organisti: Guðmundur Sigurðsson.
Félagar úr Barbörukórnum syngja.
Guðfinnur Vilhelm Karlsson píanónemandi í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar leikur verk eftir Bach og Beethoven.

Kveikt verður á kerti fyrir sérhvern skipverja og nöfn þeirra lesin upp.

Eftir minningarathöfnina gefst kirkjugestum tækifæri til að skoða sýningu í safnaðarheimilinu um skipverjana sem fórust með SVIÐA GK 7 og fjölskyldur þeirra, um skipið, veðrið, leitina og hætturnar sem steðjuðu að sjómönnum á tímum heimstyrjaldar.

Sr. Þorvaldur Karl Helgason og Egill Þórðarson loftskeitamaður settu upp sýninguna.

Minningarstundin og sýningin er öllum opin.

Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu á sama tíma.

Lesa frétt »
Frétt

Öskudagur í Hafnarfjarðarkirkju

Við hlökkum til að taka á móti syngjandi krökkum í allskyns búningum á milli kl.12-14 á öskudaginn.

Kær kveðja, Bylgja Dís æskulýðsfulltrúi, Jónína sóknarprestur og Ottó staðarhaldari 🤠👽🤡🦸‍♀️🦸‍♂️🧙‍♀️🧝‍♀️👼

Lesa frétt »
Frétt

Guðsþjónusta 27. feb. kl.11

Verið velkomin í guðsþjónustu sunnudaginn 27. febrúar kl.11.

Sr. Sighvatur Karlsson þjónar.
Tónlistin er í höndum Guðmundar Sigurðssonar, organista og söngfólks úr Barbörukórnum.

Kaffi á eftir.

Sunnudagaskóli á sama tíma.

Lesa frétt »
Frétt

Konudagsmessa 20. feb. kl.11

Verið velkomin í konudagsmessu

Sr. Jónína Ólafsdóttir þjónar.
Ræðukona: Rósa Guðbjartsdóttir.
Vigdís Sigurðardóttir og Kristín Sigurðardóttir félagar úr Barbörukórnum syngja undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar, organista.

Makkarónur og freyðite á eftir.

Lesa frétt »
Frétt

Fermingarfræðsla að heiman

Opnið þessa frétt til að finna slóð á fyrirlesturinn Hver? Ég!

Sumir komast ekki í fermingarfræðslu vegna CHOVID eða einhvers annars og geta þá með þessum hætti fengið fræðsluna heim.

Njótið!

Lesa frétt »
Frétt

Fjölskylduguðsþjónusta 13. febrúar

Fjölskylduguðþónusta 13. febrúar kl. 11

Barn borið til skírnar.
Barnakór Hafnarfjarðarkirkju syngur undir stjórn Brynhildar Auðbjargardóttur,
Guðmundur Sigurðsson leikur með.
Sr. Sigurður Kr. Sigurðsson þjónar.
Bylgja Dís Gunnarsdóttir æskulýðsfulltrúi segir sögu og fermingarbörn lesa bænir.
Heitar kleinur á eftir.

Verið hjartanlega velkomin í Hafnarfjarðarkirkju.

Lesa frétt »
Frétt

Helgihald 6. febrúar

Úr mörgu er að velja sunnudaginn 6. febrúar.

Guðþjónusta verður í kirkjunni, rafræn helgistund send út á netinu og sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu. Allar stundirnar hefjast kl. 11.

Verið hjartanlega velkomin.

Lesa frétt »
Frétt

Rafræn kveðja 30. janúar 2022

Rafræn helgistund frá Hafnarfjarðarkirkju 29. janúar 2022

Sr. Jónína Ólafsdóttir flytur hugvekju. Guðmundur Sigurðsson leikur á orgel og Rakel Edda Guðmundsdóttir syngur.

Lesa frétt »
Frétt

Myndband fyrir fermingarfræðslu

Hér má finna rafrænan fermingartíma.
Til umfjöllunar er Faðirvorið.

Fermingarfræðslan þessa vikuna fjallar um Faðirvorið og bænina. Eitt af því sem við leggjum áherslu á er að fermingarbörnin kunni Faðirvorið utanbókar. Margir fara með Faðir vor fyrir svefninn í æsku en hætta þegar þau eru komin á unglinsár. Nú er kjörið að fara með þessa bæn fyrir svefninn fram að fermingu til að læra hana og til að svífa ljúfar inn í svefninn.
Inn á þessari síðu er fyrirlestur um Faðir vor. Klikkið á myndbandið þar sem stendur Horfðu á fyrirlesturinn. Þið megið síðan endilega setja nöfn barnanna í kommenti hér fyrir neðan og þá þau fá stimpil í bókina sína.

Lesa frétt »
Frétt

Rafræn kveðja 16. janúar 2022

Sr. Jónína brá sér á kaffihús og hugleiddi brúðkaupið í Kana og bólusetningar. Barbörukórinn flytur brot úr verki Auðar Guðjohnsen, Ubi caritas et amor, undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar.

Lesa frétt »
Frétt

Neyðarstig almannavarna

Á meðan neyðarstig almannavarna verða ekki messur, sunnudagaskóli, kóræfingar, fermingarfræðsla, kyrrðar- og bænastundur og annað sambærilegt starf.

Við minnum á viðtalstíma presta en þau sinna áfram sálgæslu og einnig má leita til þeirra varðandi athafnir.

Lesa frétt »
Frétt

Viðtalstímar presta

Nú eru starfandi þrír prestar við Hafnarfjarðarkirkju.

Sr. Jónína Ólafsdóttir, sóknarprestur og
sr. Sighvatur Karlsson og sr. Sigurður Kr. Sigurðsson prestar.

Viðtalstíma þeirra má finna hér.

Lesa frétt »
Frétt

Rafræn kveðja á sunnudag

Sr. Jónína Ólafsdóttir, sóknarprestur, sendir út rafræna kveðju sunnudaginn 16. janúar kl. 11.

Myndbandið mun birtast á heimasíðu og Facebook-síðu Hafnarfjarðarkirkju.

Opið helgihald fer ekki fram um þessa helgi og þar með talið sunnudagaskóli.

Lesa frétt »
Frétt

Kyrrð og fyrirbæn

Kyrrð og fyrirbæn.

Verið velkomin á fyrstu hádegisstundina á nýju ári, þriðjudaginn 18. janúar kl. 12. Léttur hádegisverður í lok stundar.

Velkomin í Hafnarfjarðarkirkju!

Lesa frétt »
Frétt

Starfið framundan

Kyrrð og fyrirbæn
Hefst þriðjudaginn 18. janúar kl. 12

Æfingar barna- og unglingakóra
Hefjast 17. og 20. janúar

Fermingarfræðsla
Hefst 18. janúar

Annað starf Hafnarfjarðarkirkju ásamt helgihaldi og sunnudagaskóla hefjast í framhaldi ef aðstæður leyfa

Velkomin í Hafnarfjarðarkirkju!

Lesa frétt »
Frétt

Myndband fyrir fermingarbörn

Hér inn í þessum pósti má finna myndband fyrir fermingarbörn. Í myndbandinu segir Bylgja Dís, æskulýðsfulltrúi, söguna af vitringunum og fjallar um nokkur tákn úr sögunni eins og til dæmis gjafir þeirra.

Lesa frétt »
Frétt

Ekkert opið helgihald um áramót

Biskup Íslands hefur tekið ákvörðun um að ekkert opið helgihald verði í kirkjum landsins um áramótin og þar til nýjar sóttvarnarreglur taka gildi 12. janúar, vegna útbreiðslu faraldursins. Engar messur verða því i Hafnarfjarðarkirkju a.m.k þar til nýjar sóttvarnarreglur taka gildi, þann 12. janúar 2022.

Lesa frétt »
Frétt

Breytt helgihald um jól og áramót 2021-2022

Við bjóðum ykkur sérstaklega velkomin að taka þátt í fjölbreyttu helgihaldi yfir jól og áramót í Hafnarfjarðarkirkju.

Opið helgihald verður á aðfangadag jóla kl. 18. Sýna þarf fram á gild hraðpróf (hámark 200 manns). Hraðprófsstöð er nú komin í Hafnarfirði.

Opnið póstinn til að fá nánari upplýsingar.

Starfsfólk Hafnarfjarðarkirkju sendir öllum íbúum í Hafnarfirði hugheilar jóla- og nýárskveður með þökk fyrir liðið ár.

Lesa frétt »
Frétt

Jóladagur, helgistund – Upptaka

Njótið upptöku af helgistun á jóladag í Hafnarfjarðarkirkju.

Prestur: Sr. Sighvatur Karlsson, sr. Sigurður Kr. Sigurðsson, sr. Jónína Ólafsdóttir
Organisti: Ólafur W. Finnsson
Einsöngur: Diddú, Sigrún Hjálmtýsdóttir

Gleðilega hátíð.

Lesa frétt »
Frétt

Sr. Jónína í hlaðvarpsþætti Hafnfirðing

Sr. Jónína Ólafsdóttir var viðmælandi hlaðvarps Hafnfirðings.

Hún ræðir m.a. fjölbreytt kirkjustarf, verkefni presta á þessum árstíma, þakklæti og mátt bænarinnar og boðskap jólanna. 💒

Hlekkurinn er inn í póstinum.

Lesa frétt »
Frétt

Breytt helgihald um jól og áramót 2021-2022

Við bjóðum ykkur sérstaklega velkomin að taka þátt í fjölbreyttu helgihaldi yfir jól og áramót í Hafnarfjarðarkirkju.

Opið helgihald verður á aðfangadag jóla kl. 18 og á gamlársdag kl. 17. Sýna þarf fram á gild hraðpróf (hámark 200 manns). Hraðprófsstöð er nú komin í Hafnarfirði.

Opnið póstinn til að fá nánari upplýsingar.

Starfsfólk Hafnarfjarðarkirkju sendir öllum íbúum í Hafnarfirði hugheilar jóla- og nýárskveður með þökk fyrir liðið ár.

Lesa frétt »
Frétt

Kyrrðarstund í aðdraganda jóla

Kyrrðarstund í aðdraganda jóla.

Sr. Jónína Ólafsdóttir leiðir stundina.
Organisti er Ólafur W. Finnsson.

Egill Friðleifsson og Sigríður Björnsdóttir lesa.

Verið hjartanlega velkomin.

Sunnudagaskólinn er komin í jólafrí.

Lesa frétt »
Frétt

Roðagyllum heiminn

Roðagyllum heiminn

Hafnarfjarðarkirkja sýnir átaki Soroptimista samstöðu með því að lýsa kirkjuna upp með appelsínugulum lit. Átakið er gegn ofbeldi í garð kvenna og stúlkna.

Lesa frétt »
Frétt

Jólastund barnanna

Jólastund barnanna í Hafnarfjarðarkirkju verður 12. desember kl.11.
🎄🎄🎄🎄🎄🎄🎄🎄🎄

Barna- og unglingakórar Hafnarfjarðarkirkju syngja og sýna helgileik undir stjórn Brynhildar Auðbjargardóttur og Helgu Loftsdóttur.

Helga Magnúsdóttir segir jólasögu.

Sr. Jónína Ólafsdóttir þjónar og Guðmundur Sigurðsson spilar á orgel og píanó.

Kveikt á aðventukertum.

Kirkjunni verður skipt í tvö hólf. Grímuskylda fyrir fullorðna.

Verið hjartanlega velkomin.

Lesa frétt »
Frétt

Aðventuvaka – Myndband

Aðventuvaka Hafnarfjarðarkirkju
12. desember kl.20

Að kvöldi 12. desember sendum við út myndband með aðventukveðju frá Hafnarfjarðarkirkju.

Sr. Jónína Ólafsdóttir flytur hugvekju, Barbörukórinn og Barna- og unglingakórar Hafnarfjarðarkirkju syngja og Guðmundur Sigurðsson leikur á orgel. Kveikt verður á aðventukertunum.

Jólavakani sem vera átti þetta kvöld fellur niður vegna faraldursins.

Við vonum að þið fáið notið fallegrar stundar með okkur í þessu myndbandi, hver heiman frá sér.

Myndbandið birtist á heimasíðu og Facebook-síðu Hafnarfjarðarkirkju.

Lesa frétt »
Frétt

Minningarstund frestað

Minningarguðsþjónustu um skipverjana sem fórust með Sviða GK7 þann 2 desember 1941, og halda átti 21. nóvember 2021, hefur verið frestað fram yfir áramót vegna sóttvarnarreglna. Guðsþjónustan verður auglýst vel þegar að henni kemur.

Stutt minningarstund verður haldin 2. desember n.k. í Hafnarfjarðarkirkju vegna sjóslyssins en hún verður því miður ekki opinn almenningi vegna sóttvarnarreglna. Um leið verður opnuð sýning í safnaðarheimilinu vegna sjóslyssins og verður sýningin opin á skrifstofutíma kirkjunnar. Á þriðjudögum og fimmtudögum kl 13 – 15 mun Egill Þórðarson veita leiðsögn um sýninguna.

Beðist er velvirðingar á misvísandi upplýsingum um ofangreinda viðburði í grein í Morgunblaðinu 27. nóvember 2021.

Lesa frétt »
Frétt

Fyrsti í aðventu

Fyrsti sunnudagur í aðventu, 28 nóvember.
Guðsþjónusta kl 11.

Kveikt á fyrsta aðventukertinu.
Skátar bera inn friðarljósið frá Betlehem.
Prestur sr Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Félagar í Barbörukórnum syngja.

Vegna sóttvarnarreglna mega aðeins 50 manns koma í stundina. Grímuskylda fyrir fullorðna.

Sunnudagaskóli á sama tíma.

Verið velkomin.

Lesa frétt »
Frétt

Sunnudagaskóli kl. 11

Verið hjartanlega velkomin í sunnudagaskólann 👼👼👼👼👼

Í sunnudagskólanum í Hafnarfjarðarkirkju ræður gleði, undrun og leikur ríkjum. Tónlistin fær mikið vægi með söng og hljóðfærum. Auk þess heyrum við uppbyggilegar Biblíusögur, lærum bænir, horfum á brúðuleikhús, teiknum, dönsum, horfum á stutt myndbönd o.fl. Í lokin fá allir gullkorn með sér heim í Fjársjóðskistuna sína (fjársjóðskistuna fá börnin að gjöf).

Sunnudagaskólinn leggur sig fram við að styðja fjölskyldur, í öllum sínum fjölbreytileika, við að kenna börnum bænir, byggja upp jákvæða sjálfsmynd og finna öryggi og vináttu hjá góðum og kærleiksríkum Guði.

Helga Magnúsdóttir, Rósa Hrönn Árnadóttir og Inga Steinunn Henningsdóttir sjá um sunnudagaskólann.

Lesa frétt »
Frétt

Helgistund 21. nóvember kl. 11

Helgistund verður í umsjá sr. Jóns Helga Þórarinssonar og Guðmundar Sigurðssonar sunnudaginn 21. nóvember kl. 11.

Verið velkomin – Sunnudagaskóli á sama tíma.

Minningarstundinni um skipverjana sem fórumst með Sviða GK 7 er frestað um óákveðin tíma.

Lesa frétt »
Scroll to Top