Minningarstund verður í Hafnarfjarðarkirkju, sunnudaginn 6. mars 2022 kl. 11, um skipverjana 25 sem fórust með togaranum SVIÐA GK 7 fyrir rétt rúmum 80 árum, 2. desember 1941.
Sr. Þorvarldur Karl Helgason og sr. Jónína Ólafsdóttir þjóna.
Organisti: Guðmundur Sigurðsson.
Félagar úr Barbörukórnum syngja.
Guðfinnur Vilhelm Karlsson píanónemandi í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar leikur verk eftir Bach og Beethoven.
Kveikt verður á kerti fyrir sérhvern skipverja og nöfn þeirra lesin upp.
Eftir minningarathöfnina gefst kirkjugestum tækifæri til að skoða sýningu í safnaðarheimilinu um skipverjana sem fórust með SVIÐA GK 7 og fjölskyldur þeirra, um skipið, veðrið, leitina og hætturnar sem steðjuðu að sjómönnum á tímum heimstyrjaldar.
Sr. Þorvaldur Karl Helgason og Egill Þórðarson loftskeitamaður settu upp sýninguna.
Minningarstundin og sýningin er öllum opin.
Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu á sama tíma.