Ferming
Fermingafræðsla í Hafnarfjarðarkirkju
Velkomin
VELKOMIN Í FERMINGARFRÆÐSLU HAFNARFJARÐARKIRKJU
Fermingarfræðslan hefst með námskeiði áður en skólinn hefst í ágúst og eftir það fer fram fræðsla u.þ.b. einu sinni til tvisvar í mánuði.
Fermingarbörnin fá fræðslu um kristna trú, kirkjuna, lífið og tilveruna og þau lífsgildi sem mikilvægt er að hafa í hávegum á lífsleiðinni. Fræðslunni lýkur með fermingarathöfn þar sem barnið játar trú sína með söfnuðinum og þiggur fyrirbæn og blessun fyrir lífsgöngu sína.
Fermingarfræðslan er skírnarfræðsla kirkjunnar og ef börnin eru óskírð sjá prestar um að skíra þau í samráði við foreldra eða forráðamenn. Ef börnin geta ekki mætt á námskeiðið í ágúst vegna sumarleyfa fá þau aukatíma.
Jónína og Þuríður, prestar kirkjunnar, og Bylgja Dís, æskulýðsfulltrúi, sjá um fermingarfræðsluna ásamt góðum gestum.
Lifandi, fjölbreytt og skemmtileg fræðsla
Námskeið í ágúst og fræðsla einu sinni til tvisvar í mánuði
Leikir, gleði, hópefli og tónlist
Byggjum upp jákvæða sjálfsmynd, traust og góð tengsl
Ferðalag í Vatnaskóg
Heill dagur fullur af gleði og fjöri
Þátttaka í helgihaldi
Innihaldsríkar fjölskyldustundir á sunnudögum
Þátttaka í hjálparstarfi
Skiptir máli hvað ég geri? Veitir það mér gleði að hjálpa öðrum?
Einstaklingsviðtöl
Viðtöl sem gera fræðsluna persónulegri
Slökun, íhugun, núvitund og sjálfstyrking
Aðferðir til að hvíla sig á áreitum frá tækjum og umhverfi
Skráning í fermingarstarfið veturinn 2025 – 2026 fer fram hér.
Fyrirspurnir má senda á netföngin: jonina@hafnarfjardarkirkja.is, thuridur@hafnarfjardarkirkja.is og yrja@hafnarfjardarkirkja.is.
Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram (fyllsta trúnaðar verður gætt við meðferð og varðveislu upplýsinganna):
- Nafn fermingarbarns
- Kennitala
- Heimilisfang
- Skóli
- Trúfélag barns
- Skírnardagur barns (eða upplýsingar um að barnið sé óskírt)
- Nafn/ nöfn foreldra
- Kennitala foreldra
- Sími/símar
- Netfang foreldra (til að senda reglulega upplýsingar um starfið)
- Aðrar upplýsingar sem foreldrar vilja koma á framfæri
Dagsetningar
Mæting í fermingarfræðslu 2025-2026
Vinsamlegast takið dagsetningarnar frá. Skyldumæting er á allar dagsetningarnar. Ef forföll verða þarf að tilkynna þau: thuridur@hafnarfjardarkirkja.is.
Hópur A: Öldutúnsskóli, Lækjarskóli, Setbergsskóli
Hópur B: Áslandsskóli, Engidalsskóli, Hraunvallaskóli, Hvaleyrarskóli, Nú, Skarshlíðarskóli og Víðistaðaskóli.
Ágúst 2025
18.-20. ágúst 10:00-12:00 – Þriggja daga námskeið í Hafnarfjarðarkirkju.
September 2025
7. september kl. 11:00 – Fjölskyldumessa í Hafnarfjarðarkirkju.
24. september kl. 17:30 – Fræðslukvöld um messuna fyrir fermingarbörn og foreldra/forráðamenn.
28. september kl. 08:00-21:00 – Ferð í Vatnaskóg. Mæting kl. 08:00 í Hafnarfjarðarkirkju.
Október 2025
5. október kl. 11:00 – Fjölskyldumessa í Hafnarfjarðarkirkju.
15. október kl. 16:00 hópur A / kl. 17:00 hópur B – Fermingarfræðsla í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju.
Nóvember 2025
5. nóvember kl. 17:30 – Söfnun fyrir Hjálparstarf kirkjunnar og pizza. Mæting í Hafnarfjarðarkirkju.
19. nóvember kl. 16:00 – Aukatími í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju fyrir þau sem komust ekki á námskeiðið í ágúst.
Desember 2025
3. desember kl. 16:00 hópur A / kl. 17:00 hópur B – Fermingarfræðsla í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju. Piparkökur og heitt súkkulaði.
Janúar 2026
21. janúar kl. 16:00 hópur A / kl. 17:00 hópur B – Fermingarfræðsla í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju.
Febrúar 2026
8. febrúar kl. 11:00 – Fjölskyldumessa í Hafnarfjarðarkirkju: Kirkjubrall.
4. febrúar kl. 17:30 – Fræðslukvöld fyrir fermingarbörn og foreldra/forráðamenn: Gleðiskruddan.
Mars 2026
6. mars kl. 16:00 Hópar A og B – Fermingarfræðsla í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju.
11. mars kl. 16:00 – Vinaleg einkaviðtöl við hvert fermingarbarn.
Námsefni
Utanbókarlærdómur
Faðir vor
Faðir vor, þú sem ert á himnum.
Helgist þitt nafn,
til komi þitt ríki,
verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni.
Gef oss í dag vort daglegt brauð.
Og fyrirgef oss vorar skuldir
svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum.
Eigi leið þú oss í freistni,
heldur frelsa oss frá illu.
Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen.
Trúarjátning
Ég trúi á Guð, föður almáttugan, skapara himins og jarðar.
Ég trúi á Jesú Krist, hans einkason, Drottinn vorn, sem getinn er af heilögum anda, fæddur af Maríu mey, píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, krossfestur, dáinn og grafinn, steig niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, steig upp til himna, situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.
Ég trúi á heilagan anda, heilaga almenna kirkju, samfélag heilagra, fyrirgefningu syndanna, upprisu mannsins og eilíft líf.
Fermingarbörnin eiga einnig að þekkja þetta:
Kærleiksboðorðið: Þú skalt elska Drottinn, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum huga þínum og öllum mætti þínum. Annað er þetta: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. (Mark 12.30-31)
Gullna reglan: Allt það sem þið viljið, að aðrir menn geri ykkur, það skuluð þið og þeim gera. (Matt. 7.12)
Litla Biblían: Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. (Jóh.3.16)
VELKOMIN Í FERMINGARFRÆÐSLU HAFNARFJARÐARKIRKJU
Fermingarfræðslan hefst með námskeiði áður en skólinn hefst í ágúst og eftir það fer fram fræðsla u.þ.b. einu sinni til tvisvar í mánuði.
Fermingarbörnin fá fræðslu um kristna trú, kirkjuna, lífið og tilveruna og þau lífsgildi sem mikilvægt er að hafa í hávegum á lífsleiðinni. Fræðslunni lýkur með fermingarathöfn þar sem barnið játar trú sína með söfnuðinum og þiggur fyrirbæn og blessun fyrir lífsgöngu sína.
Fermingarfræðslan er skírnarfræðsla kirkjunnar og ef börnin eru óskírð sjá prestar um að skíra þau í samráði við foreldra eða forráðamenn. Ef börnin geta ekki mætt á námskeiðið í ágúst vegna sumarleyfa fá þau aukatíma.
Jónína og Þuríður, prestar kirkjunnar, og Bylgja Dís, æskulýðsfulltrúi, sjá um fermingarfræðsluna ásamt góðum gestum.
Lifandi, fjölbreytt og skemmtileg fræðsla
Námskeið í ágúst og fræðsla einu sinni til tvisvar í mánuði
Leikir, gleði, hópefli og tónlist
Byggjum upp jákvæða sjálfsmynd, traust og góð tengsl
Ferðalag í Vatnaskóg
Heill dagur fullur af gleði og fjöri
Þátttaka í helgihaldi
Innihaldsríkar fjölskyldustundir á sunnudögum
Þátttaka í hjálparstarfi
Skiptir máli hvað ég geri? Veitir það mér gleði að hjálpa öðrum?
Einstaklingsviðtöl
Viðtöl sem gera fræðsluna persónulegri
Slökun, íhugun, núvitund og sjálfstyrking
Aðferðir til að hvíla sig á áreitum frá tækjum og umhverfi
Skráning í fermingarstarfið veturinn 2025 – 2026 fer fram hér.
Fyrirspurnir má senda á netföngin: jonina@hafnarfjardarkirkja.is, thuridur@hafnarfjardarkirkja.is og bylgja@hafnarfjardarkirkja.is.
Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram (fyllsta trúnaðar verður gætt við meðferð og varðveislu upplýsinganna):
- Nafn fermingarbarns
- Kennitala
- Heimilisfang
- Skóli
- Trúfélag barns
- Skírnardagur barns (eða upplýsingar um að barnið sé óskírt)
- Nafn/ nöfn foreldra
- Kennitala foreldra
- Sími/símar
- Netfang foreldra (til að senda reglulega upplýsingar um starfið)
- Aðrar upplýsingar sem foreldrar vilja koma á framfæri
Mæting í fermingarfræðslu 2025-2026
Vinsamlegast takið dagsetningarnar frá. Skyldumæting er á allar dagsetningarnar. Ef forföll verða þarf að tilkynna þau: thuridur@hafnarfjardarkirkja.is.
Hópur A: Öldutúnsskóli, Lækjarskóli, Setbergsskóli
Hópur B: Áslandsskóli, Engidalsskóli, Hraunvallaskóli, Hvaleyrarskóli, Nú, Skarshlíðarskóli og Víðistaðaskóli.
Ágúst 2025
18.-20. ágúst 10:00-12:00 – Þriggja daga námskeið í Hafnarfjarðarkirkju.
September 2025
7. september kl. 11:00 – Fjölskyldumessa í Hafnarfjarðarkirkju.
24. september kl. 17:30 – Fræðslukvöld um messuna fyrir fermingarbörn og foreldra/forráðamenn.
28. september kl. 08:00-21:00 – Ferð í Vatnaskóg. Mæting kl. 08:00 í Hafnarfjarðarkirkju.
Október 2025
5. október kl. 11:00 – Fjölskyldumessa í Hafnarfjarðarkirkju.
15. október kl. 16:00 hópur A / kl. 17:00 hópur B – Fermingarfræðsla í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju.
Nóvember 2025
5. nóvember kl. 17:30 – Söfnun fyrir Hjálparstarf kirkjunnar og pizza. Mæting í Hafnarfjarðarkirkju.
19. nóvember kl. 16:00 – Aukatími í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju fyrir þau sem komust ekki á námskeiðið í ágúst.
Desember 2025
3. desember kl. 16:00 hópur A / kl. 17:00 hópur B – Fermingarfræðsla í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju. Piparkökur og heitt súkkulaði.
Janúar 2026
21. janúar kl. 16:00 hópur A / kl. 17:00 hópur B – Fermingarfræðsla í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju.
Febrúar 2026
8. febrúar kl. 11:00 – Fjölskyldumessa í Hafnarfjarðarkirkju: Kirkjubrall.
4. febrúar kl. 17:30 – Fræðslukvöld fyrir fermingarbörn og foreldra/forráðamenn: Gleðiskruddan.
Mars 2026
6. mars kl. 16:00 Hópar A og B – Fermingarfræðsla í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju.
11. mars kl. 16:00 – Vinaleg einkaviðtöl við hvert fermingarbarn.
Utanbókarlærdómur
Faðir vor
Faðir vor, þú sem ert á himnum.
Helgist þitt nafn,
til komi þitt ríki,
verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni.
Gef oss í dag vort daglegt brauð.
Og fyrirgef oss vorar skuldir
svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum.
Eigi leið þú oss í freistni,
heldur frelsa oss frá illu.
Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen.
Trúarjátning
Ég trúi á Guð, föður almáttugan, skapara himins og jarðar.
Ég trúi á Jesú Krist, hans einkason, Drottinn vorn, sem getinn er af heilögum anda, fæddur af Maríu mey, píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, krossfestur, dáinn og grafinn, steig niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, steig upp til himna, situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.
Ég trúi á heilagan anda, heilaga almenna kirkju, samfélag heilagra, fyrirgefningu syndanna, upprisu mannsins og eilíft líf.
Fermingarbörnin eiga einnig að þekkja þetta:
Kærleiksboðorðið: Þú skalt elska Drottinn, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum huga þínum og öllum mætti þínum. Annað er þetta: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. (Mark 12.30-31)
Gullna reglan: Allt það sem þið viljið, að aðrir menn geri ykkur, það skuluð þið og þeim gera. (Matt. 7.12)
Litla Biblían: Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. (Jóh.3.16)
Umsjón
- Pálmasunnudagur: 29. mars kl. 10.30
- Pálmasunnudagur: 29. mars kl. 13.30
- Sunnudagur: 19. apríl kl. 11.00
- Sunnudagur: 26. apríl 2026 kl 11.00
- Sjómannasunnudagur: 7. júní kl. 11.00
Skráning í fermingarstarfið veturinn 2025 – 2026