Sunnudagaskólinn
Sunnudagaskólinn
Sunnudagaskólinn í Hafnarfjarðarkirkju
Í sunnudagskólanum í Hafnarfjarðarkirkju ræður gleði, undrun og leikur ríkjum. Tónlistin fær mikið vægi með söng, hljóðfærum og tónlistarleikjum. Auk þess heyrum við uppbyggilegar biblíusögur, lærum bænir, horfum á brúðuleikhús, teiknum, dönsum, horfum á stutt myndbönd o.fl. Í lokin fá allir mynd með sér heim í fjársjóðskistuna sína.
Sunnudagaskólinn hefst inn í kirkjunni sjálfri en undir fyrsta sálmi er gengið með loga af altarinu yfir í Vonarhöfn, æskulýðsherbergi safnaðarheimilisins.
Sunnudagaskólinn leggur sig fram við að styðja fjölskyldur, sama hvernig þær eru samansettar, við að kenna börnum bænir, byggja upp jákvæða sjálfsmynd og finna öryggi og vináttu hjá Guði.
U.þ.b. einu sinni í mánuði tekur sunnudagaskólinn þátt í fjölskylduguðsþjónustum, kirkjubralli, fjölskylduhátíð eða vorhátíð.
Nánari upplýsingar
Yrja Kristinsdóttir, upplýsinga-og æskulýðsfulltrúi hefur umsjón með sunnudagaskólanum ásamt Guðnýju Ölmu Haraldsóttur, Helgu Sigríði Kolbeins og Rósu Hrönn Árnadóttur.
Þetta verður skemmtilegt haust og notalegur vetur! Við vinnum með kærleikshugtakið, vináttuna, Gullnu regluna og friðarþema í barnastarfi kirkjunnar.
Yfirskrift efnisins er „Kærleikshringurinn“.♥️