Hið árlega Konukvöld Hafnarfjarðarkirkju verður fimmtudagskvöldið 15. maí kl. 20:00 í Hafnarfjarðarkirkju.
Hinir bráðskemmtilegu og sjarmerandi Bergþór og Albert verða gestir okkar að þessu sinni. Kampavínskvintettinn syngur nokkur lög og Kári Þormar leikur með á píanó.
Gunnella Hólmarsdóttir, leikkona, sér um happdrætti með fjölmörgum vinningum frá fyrirtækjum í Hafnarfirði en miðinn kostar 1.000 kr. Enginn posi á staðnum.
Einnig verða í boði léttar veitingar. Við hlökkum til að sjá ykkur, það þarf ekki að skrá sig og það kostar ekkert inn.
Verið velkomin!