Sunnudaginn 9. febrúar verður guðsþjónusta kl. 11:00 í Hafnarfjarðarkirkju. Sunnudagaskólinn verður í safnaðarheimilinu á sama tíma.
Sr. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kári Þormar leikur á orgelið og Barbörukórinn syngur.
Í Halaveðrinu 7.- 8. febrúar árið 1925 fórst togarinn Field Marshal Robertson, sem gerður var út frá Hafnarfirði af ensku útgerðinni Hellyers bræðrum í Hull og með honum 35 menn. Í sama veðri fórst togarinn Leifur Heppni frá Reykjavík og með honum 33 menn og vélbáturinn Sólveig frá Ísafirði fórst við Stafnes og með honum 6 menn. Fleiri létust á sjó og á landi í óveðrinu. 16 togarar voru á Halamiðum er veðrið skall á og börðust um 500 sjómenn þar fyrir lífi sínu.
Þann 9. febrúar næstkomandi eru því 100 ár liðin upp á dag síðan að Halaveðrið gekk niður og af því tilefni opnar formlega sögusýning um það eftir guðsþjónustuna. Sýningin var fyrst sett upp í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju árið 2020.
Verið öll hjartanlega velkomin!