Skírnarmessa

Skírnarmessa

Börn verða borin til skírnar í messu, sunnudaginn 24. nóvember kl. 11:00, í Hafnarfjarðarkirkju en það eru alltaf einstaklega gleðilegar stundir.
Skírnin er ein af fegurstu athöfnum kirkjunnar þar sem við þökkum fyrir barnið og biðjum Guð að vera nálægt því í öllu lífi þess. Barnið er blessað og í skírninni sameinast viðstaddir í bæn fyrir barninu og framtíð þess.
Nú þegar munu tvö börn vera skírð þennan dag og við bjóðum þeim sem vilja bætast í hópinn að hafa samband við sr. Sighvat Karlsson en hann þjónar við messuna.
Hér má finna netfang og símanúmer hans:
Ekkert gjald er tekið fyrir þegar börn eru borin til skírnar við messu.
Bergmál, ungmennakór Hafnarfjarðarkirkju, mun syngja undir stjórn Kára Þormar sem jafnframt mun leika á orgel.
Sunnudagaskóli fer fram í safnaðarheimilinu á sama tíma.
Verið öll hjartanlega velkomin!
Scroll to Top