Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju á Landsmóti íslenskra barnakóra

Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju á Landsmóti íslenskra barnakóra

Unglingakór kirkjunnar hóf starfsár sitt með því að skella sér á Landsmót íslenskra barnakóra sem haldið var á Hvolsvelli 27. – 29. september. Mótið gekk mjög vel og voru okkar unglingar í hópi 200 söngvara víðsvegar af landinu. Þema mótsins var: Íslensk dægurlög frá ýmsum tímum. Unglingakórinn stóð sig með sóma og voru söngfuglarnir okkar til mikillar fyrirmyndar að öllu leiti. Mótið endaði með tónleikum í Félagsheimilinu Hvolnum fyrir fullu húsi þar sem hin geðþekka hljómsveit Límbandið lék undir söngnum.

Kirkjan

Prestar, starfsfólk og sóknarnefnd, saga kirkjunnar, gjaldskrá og útleiga á veislusal.

Scroll to Top