Sunnudaginn 29. október kl. 11:00 verður börnum og unglingum boðið að taka þátt í myndlistargjörningi eftir messu og sunnudagaskóla í tilefni af Kirkjulistaviku Kjalarnessprófastsdæmis.
Sara Vilbergsdóttir myndlistarkennari mun leiða verkefnið. Málaðir verða steinar á stóra renninga og Sara kennir okkur að nota málningu til þess að ýmist lýsa eða dekkja þannig að steinarnir líti út fyrir að vera kúptir eðalsteinar.
Við munum syngja um vináttuna sem er dýrmætust eðalsteina og heyra um að við séum lifandi steinar.
Sr. Sighvatur Karlsson mun þjóna í messunni. Kári Þormar leikur á orgel og píanó og félagar úr Barbörukórnum syngja. Bylgja Dís Gunnarsdóttir og Jökull Sindri Sigurbjarnarson verða með sunnudagaskólann á sama tíma og messan er en síðan tökum við öll saman þátt í myndlistarverkefninu.
Öll eru velkomin og best er að koma í fötum sem mega verða skítug.