Í messu sunnudagsins 22. október kl. 11:00, flytur Jónína Steiney Steingrímsdóttir hugvekju og fjallar m.a. um reynslu sína af því að glíma við krabbamein.
Barbörukórinn og Kári Þormar flytja fallega tónlist og leiða söng. Í messunni verður boðið upp á ilmolíublessun og sóknarnefndarkonur lesa ritningarlestra. Eftir messu verður tækifæri til þess að spjalla og fá sér kaffi og meðlæti.
Sunnudagaskóli á sama tíma.
Verið öll hjartanlega velkomin