Einn frægasti pikkolóflautuleikari heims Jean Louis Beaumadier, heimsækir nú Ísland í fyrsta sinn.
Ljóst er að þessir tónleikar verða einstakur viðburður.
Pikkolóflautan hefur hingað til verið þekktust sem hljómsveitarhljóðfæri en á tónleikum í Hafnafjarðarkirkju gefst tækifæri til þess að upplifa hljóðfærið sem einleikshljóðfæri og kynnast ótal blæbrigðum hennar þar sem hinn flauelsmjúki og á sama tíma glæsilegi tónn mun heilla áheyrendur. Flytjendur eru pikkóleikari Jean- Louis Beaumadier ásamt Pamelu De Sensi á pikkóló og Steingrímur Þorhallsson á orgel.
A. Vivaldi Kónsert í a moll
I. Allegro II. Larghetto III. Allegro
J. S. Bach Sonata í C dúr BWV 1033
I.Andante II. Allegro III. adagio IV. menuet
A. Vivaldi Konsert fyrir tvær pikkóló í C dúr
I. Allegro II. Largo III. Allegro
Tónleikarnir eru þann 23. september og hefjast kl 12.00.
Verið hjartanlega velkomin.