Skráning er hafin í barna-og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju

Skráning er hafin í barna-og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju

Í Hafnarfjarðarkirkju eru starfræktir tveir kórar fyrir krakka frá 1. bekk. Á kóræfingum er sungið saman, farið er í leiki og tækifæri gefst á að mynda ný vinatengsl. Kórastarfið snýst mikið um að undirbúa viðburði sem kórarnir taka þátt í bæði innan kirkjunnar sem utan hennar. Undanfarin ár hafa fjölmörg ungmenni tekið þátt í blómlegu kórastarfi kirkjunnar og notið sín í góðum félagsskap.
Kórarnir taka þátt í ýmsum viðburðum og því er lagavalið mjög fjölbreytt.
Fastir viðburðir síðastliðin ár hefur verið að syngja á Jólavöku við kertaljós, sameiginlegri æskulýðshátíð hafnfirskra kirkna eða á Sönghátíð barnanna í Hallgrímskirkju og á Barnakóramóti Hafnarfjarðar í Víðistaðakirkju. Einnig heldur kórinn sjálfstæða Jóla- og /eða Vortónleika þar sem afrakstur starfsins eru gerð skil.
Af framanverðu er ljóst að boðið er upp á fjölbreytt starf sem innifelur meðal annars eftirfarandi:
Góða raddþjálfun
Fjölbreytta tónlistarflóru
Þjálfun í að koma fram, bæði í kirkjunni og utan hennar.
Æfingu í að vinna með öðrum að sameiginlegu markmiði
Þjálfun í þrautseigju, virðingu og tillitsemi
Vináttu
Þátttaka
Kórstýrur eru Guðný Alma og Helga Sigríður.
Hægt er að hafa samband fyrir frekari upplýsingar hjá
Helgu: hskolbeins@gmail.com eða
Guðnýju: gudnyalma04@gmail.com
Einnig er hægt að skrá barnið sitt hér fyrir neðan:
Barnakór:
Unglingakór:
 
Scroll to Top