Griðarstaður við hafið

HAFNARFJARÐARKIRKJA

Fréttir

Fréttir

Skráning er hafin í barna-og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju

Skráning er hafin í barna-og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju. Í kirkjunni eru starfræktir tveir kórar fyrir krakka frá 1. bekk. Á kóræfingum er sungið saman, farið er í leiki og tækifæri gefst á að mynda ný vinatengsl.
Kórstýrur eru Guðný Alma og Helga Sigríður.
Hægt er að hafa samband fyrir frekari upplýsingar hjá
Helgu: [email protected] eða
Guðnýju: [email protected]

Lesa meira »
Fréttir

Bylgja Dís er látin

Elsku Bylgja Dís Gunnarsdóttir kvaddi þennan heim þann 3. september, eftir erfið veikindi. Bylgja starfaði hér við Hafnarfjarðarkirkju síðastliðin 8 ár og hafði einstakan metnað fyrir safnaðarstarfi kirkjunnar, fylgdi hugmyndum sínum eftir og gerði það vel.

Lesa meira »

Fermingarfræðsla

Fermingarfræðslan er skírnarfræðsla kirkjunnar.
Hver sá sem skírist skal fá fræðslu um kristna trú, kirkjuna, lífið og tilveruna og þau lífsgildi sem mikilvægt er að hafa í hávegum á lífsleiðinni. Fræðslunni lýkur með fermingarathöfn þar sem barnið játar trú sína með söfnuðinum og þiggur fyrirbæn og blessun fyrir lífsgöngu sína.

Griðarstaður við hafið

Í hjarta Hafnarfjarðar

Scroll to Top