Fréttir

Sunnudagaskóli 24. apríl

Verið hjartanlega velkomin í sunnudagaskólann.

Leikur – Gleði – Söngur – Sögur

Fermingarathöfn í kirkjunni á sama tíma.

Páskahelgihald

Skírdagur – Fermingarmessa kl.11
Föstudagurinn langi – Kyrrðarstund við krossinn. Passíusálmar lesnir og sungnir kl.11
Páskadagur – Hátíðarmessa kl.8. Morgunverður á eftir.

Ertu með góðar hugmyndir?

Mikilvægt er að kirkja sé í góðum takti við hjartslátt og þarfir samfélagsins á hverjum tíma og geti þannig miðað safnaðarstarfið – áherslur og leiðir – við óskir þeirra sem búa í bæjarfélaginu.

Hafnarfjarðarkirkja leitar því eftir hugmyndum þínum og þeirra sem tilheyra sókn Hafnarfjarðarkirkju um áherslur í safnaðarstarfi sem styrkt geta tengsl og stöðu kirkjunnar í hafnfirsku samfélagi.

Fermingarmessa

Fyrstu fermingarbörn þessa vors í Hafnarfjarðarkirkju munu fermast í messu kl.11 þann 3. apríl.
Hátíðar- og gleðistund!
Verið öll velkomin.

Hádegisstundir og Kvöldkirkja

Þar sem fermingarathafnir eru framundarn í Hafnarfjarðarkirkju verður Kyrrð og fyrirbæn í hádeginu á þriðjudögum og Kvöldkirkjan á miðvikudögum ekki á dagskrá fyrr en næsta haust.
Takk innilega fyrir samveruna og góðar stundir í vetur.

Friðarmessa

Friðarmessa 27. mars kl.11.
Sr. Sigurður Kr. Sigurðsson þjónar.
Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstofnun kirkjunnar talar.
Guðmundur Sigurðsson organisti og félagar úr Barbörukórnum flytja fallega tónlist m.a. frá Úkraínu.
Fermingarbörn baka og selja vöfflur til styrktar flóttamönnum frá Úkraínu.
Verið velkomin!

Barnakóramót Hafnarfjarðar 2022

Laugardaginn 26. mars fer fram Barnakóramót Hafnarfjarðar.

Umsjónarmenn mótsins eru Helga Loftsdóttir og Brynhildur Auðbjargardóttir kórstjórar í Hafnarfjarðarkirkju.

Scroll to Top