Fréttir

17. júní í Hafnarfjarðarkirkju

Hafnarfjarðarkirkja býður upp á hátíðardagskrá á opnu húsi. Björn Thoroddsen, gítarleikari og bæjarlistamaður Hafnarfjarðar, flytur íslenskar dægurperlur, þjóðlög og margt fleira með sínum einstaka hætti. Með honum leika þeir Jón Rafnsson á bassa og Guðmundur Sigurðsson á píanó og orgel.
Verið velkomin milli kl.14-15.

Barbara mær

Barbörukórinn flytur nýja íslenska kórtónlist í bland við klassíska sálma og ættjarðarlög á Sönghátíð Hafnarborgar við Strandgötu í Hafnarfirði.
Barbörukórinn syngur við athafnir í Hafnarfjarðarkirkju og organisti kirkjunnar, Guðmundur Sigurðsson er stjórnandi kórsins.

Sumarmessur í Garðakirkju

Kirkjurnar í Hafnarfirði, Álftanesi og Garðabæ eru í samstarfi um sumarmessur í Garðakirkju sem fara fram á hverjum sunnudegi í júní, júlí og ágúst kl.11.
Verið hjartanlega velkomin!

Sjómannasunnudagur

Hátíðarmessa kl. 11 í Hafnarfjaðrarkirkju á sjómannadaginn.
Sr. Jónína Ólafsdóttir þjónar.
Guðmundur Sigurðsson leikur á orgel og félagar úr Barbörukórnum syngja.
Barn verður fermt í athöfninni.

Hátíðarguðsþjónusta útvarpað frá Hafnarfjarðarkirkju

Hátíðarguðsþjónustu verður útvarpað frá Hafnarfjarðarkirkju á Hvítasunnudag kl. 11.
Sr. Jónína Ólafsdóttir þjónar fyrir altari.
Sr. Aldís Rut Gísladóttir prédikar.
Barbörukórinn syngur undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar organista.
Meðhjálpari og lesari er Einar Örn Björgvinsson.

Krýsuvíkurkirkja vígð á Hvítasunnu

Sunnudaginn 5. júní á Hvítasunnudag kl. 14:00 verður nýsmíðuð Krýsuvíkurkirkja vígð.
Hægt verður að fylgjast með vígslumessunni fyrir utan Krísuvíkurkirkju en hátölurum verður komið fyrir. Einnig verður hægt að fylgjast með streymisútsendingu í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju og þiggja veitingar.

Skráning í fermingar 2023

Í fermingarfræðslu Hafnarfjarðarkirkju eru reyndir og góðir leiðbeinendur 🤗
Við leggjum áherslu á að það sé gaman, að krakkarnir fái að njóta sín og að fræðslan sé fjölbreytt og áhugaverð.

Guðsþjónusta 29. maí

Sunnudagur 29. maí kl.11.
Sr. Sighvatur Karlsson þjónar.
Organisti er Guðmundur Sigurðsson og forsöngvari er Þórunn Vala Valdimarsdóttir.
Verið hjartanlega velkomin!

Málþing í Ástjarnarkirkju kl.13-15.30

Málþing um starf og þjónustu kirkjunnar með flóttafólki
Málþingið er opið öllu starfsfólki, sóknarnefndarfólki, sjálfboðaliðum kirkjunnar og öðrum sem láta sig málefnið varða í Kjalarnessprófastsdæmi.

Uppstigningardagur

Uppstingningardagur.
Sameiginleg messa Víðistaðakirkju og Hafnarfjarðarkirkju 26. maí kl. 14 í Hafnarfjarðarkirkju.

Verið velkomin.

Scroll to Top