Fréttir

Djassmessa 29. september kl. 20

Djassmessa verður næstkomandi sunnudag að kvöldi 29. septembers kl. 20.

Barbörukórinn syngur undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar.
Tríó Andrésar Þórs leikur.
Sr. Jónína Ólafsdóttir þjónar.

Flutt verða verk eftir:
Bob Chilcott, Billy Joel og Duke Ellington.

Verið öll hjartanlega velkomin.

Engin messa verður um morguninn en sunnudagskólinn verður á sínum stað kl. 11 að morgni dags eins og vanalega.

Sunnudagaskóli kl. 11

Verið hjartanlega velkomin í sunnudagaskólann 👼👼👼👼👼

Í sunnudagskólanum í Hafnarfjarðarkirkju ræður gleði, undrun og leikur ríkjum. Tónlistin fær mikið vægi með söng og hljóðfærum. Auk þess heyrum við uppbyggilegar Biblíusögur, lærum bænir, horfum á brúðuleikhús, teiknum, dönsum, horfum á stutt myndbönd o.fl. Í lokin fá allir gullkorn með sér heim í Fjársjóðskistuna sína (fjársjóðskistuna fá börnin að gjöf).

Sunnudagaskólinn leggur sig fram við að styðja fjölskyldur, í öllum sínum fjölbreytileika, við að kenna börnum bænir, byggja upp jákvæða sjálfsmynd og finna öryggi og vináttu hjá góðum og kærleiksríkum Guði.

Helga Magnúsdóttir, Rósa Hrönn Árnadóttir og Inga Steinunn Henningsdóttir sjá um sunnudagaskólann.

Umhverfismessa 19. sept. kl. 11

Verum velkomin á góða og notalega stund á sunnudagsmorgunin 19. september þar sem við hugum að umhverfinu í tali og tónum. 🌎🌱

Sr. Sighvatur Karlson þjónar
Sr. Jónína Ólafsdóttir prédikar
Félagar úr Barbörukórnum syngja og Guðmundur Sigurðson leikur á orgel.

Hjartanlega velkomin

Messa og sunnudagaskóli

Messa og sunnudagaskóli 12. september kl. 11 í Hafnarfjarðarkirkju

Prestur: Sr. Jón Helgi Þórarinsson
Oragnisti: Guðmundur Sigurðsson
Söngur: Þórunn Vala Valdimarsdóttir

Sunnudagaskóli á sama tíma í safnarðarheimili.

Kaffi og djús eftir stundina.

Verið velkomin!

Fjölskylduguðsþjónuta töfrum líkust

Verið hjartanlega velkomin 5.september kl. 11 í Hafnarfjarðarkirkju.

Unglingakór kirkjunnar syngur undir stjórn Helgu Loftsdóttur. Sr. Jónína Ólafsdóttir kynnir æskulýðsstarf vetrarins. Guðmundur Sigurðsson organisti spilar og síðast en ekki síst mætir Lalli töframaður og töfrar alla upp úr skónum!

Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra eru sérlega velkomnar.

Blómlegt kórastarf fyrir börn og unglinga

Við í Hafnarfjarðarkirkju erum stolt af Barna- og unglingakór okkar. Helga Loftsdóttir, stjórnandi kóranna til margra ára, hefur vakið athygli fyrir þá fagmennsku, umhyggju og alúð sem hún leggur í kórastarfið sem birtist kannski best í því hversu fallega krakkarnir syngja og hversu frjálsleg þau eru.

Nú bjóðum við hjartanlega velkomna til starfa Brynhildi Auðbjargardóttur sem mun stjórna Barnakórnum en Helga Loftsdóttir Unglingakórnum. Brynhildur hefur getið sér gott orðspor í kórastarfi og er sprenglærð á því sviði.
Með þessum frábæru kórstjórum mun Helga Sigríður Kolbeins, fyrrum kórfélagi, sjá um píanóleik á æfingum og tónleikum ásamt Guðmundi Sigurðsyni organista. Við bjóðum einnig Helgu Sigríði hjartanlega velkomna til starfa.

Nánar um æfingatíma og skráningu í kóranna má finna hér:
https://hafnarfjardarkirkja.is/barna-ungingakor/

Fermingarfræðsla að hefjast!

Fjöldi barna hafa verið skráð í fermingarfræðsluna.

Skráning er enn opin á www.hafnarfjardarkirkja.is

Lifandi, fjölbreytt og skemmtileg fræðsla – Mæting annan hvern þriðjudag, kennt er í litlum hópum

Leikir, gleði, hópefli og tónlist – Byggjum upp jákvæða sjálfsmynd, traust og góð tengsl

Ferðalag í Vatnaskóg – Gist eina nótt

Þátttaka í helgihaldi – Innihaldsríkar fjölskyldustundir á sunnudögum

Þátttaka í hjálparstarfi – Skiptir máli hvað ég geri? Veitir það mér gleði að hjálpa öðrum?

Einstaklingsviðtöl – Viðtöl sem gera fræðsluna persónulegri

Slökun, íhugun, núvitund og sjálfstyrking – Aðferðir til að hvíla sig á áreitum frá tækjum og umhverfi

Fyrirspurnir má senda á netfangið: jonina@hafnarfjardarkirkja.is.

Sumarkirkjan. Messa, kaffisopi og ýmsir viðburðir kl 11 í Garðakirkju alla sunnudaga í sumar

Sumarsunnudagaskóli í vinnustofunni Króki fyrir alla fjölskylduna. Eftir messu er boðið upp á kaffisopa, söng, fræðslu, skoða safnið að Króki og margt fleira. Verið velkomin! Sumarkirkjan er samstarfsverkefni kirkna í Garðabæ og Hafnarfirði og tekur Hafnarfjarðarkirkja þátt í sumarkirkjunni.
Sjá nánar á meðfylgjandi feisbókarsíðu:

https://www.facebook.com/sumarmessur/videos/301222565030641

Hjólað til messu 20. júní. Lagt af stað kl 10 frá Hafnarfjarðarkirkju

Sunnudaginn 20. júní verður hjólað frá kirkjum í Hafnarfiðri og Garðabæ að Garðakirkju þar sem messa hefst kl 11. Lagt af stað frá Hafnarfjarðarkirkju kl 10. Verið öll velkomin.
Sumarmessur alla sunnudaga í sumar kl. 11:00 í Garðarkirkju. Sumarsunnudagaskóli í vinnustofunni Króki fyrir alla fjölskylduna.

https://www.facebook.com/sumarmessur/videos/301222565030641

Sumarkirkja

Sumarmessur alla sunnudaga í sumar kl. 11:00 í Garðarkirkju. Sumarsunnudagaskóli í vinnustofunni Króki fyrir alla fjölskylduna.

https://www.facebook.com/sumarmessur/videos/301222565030641

Scroll to Top