Fréttir

Myndband fyrir fermingarfræðslu

Hér má finna rafrænan fermingartíma.
Til umfjöllunar er Faðirvorið.

Fermingarfræðslan þessa vikuna fjallar um Faðirvorið og bænina. Eitt af því sem við leggjum áherslu á er að fermingarbörnin kunni Faðirvorið utanbókar. Margir fara með Faðir vor fyrir svefninn í æsku en hætta þegar þau eru komin á unglinsár. Nú er kjörið að fara með þessa bæn fyrir svefninn fram að fermingu til að læra hana og til að svífa ljúfar inn í svefninn.
Inn á þessari síðu er fyrirlestur um Faðir vor. Klikkið á myndbandið þar sem stendur Horfðu á fyrirlesturinn. Þið megið síðan endilega setja nöfn barnanna í kommenti hér fyrir neðan og þá þau fá stimpil í bókina sína.

Rafræn kveðja 16. janúar 2022

Sr. Jónína brá sér á kaffihús og hugleiddi brúðkaupið í Kana og bólusetningar. Barbörukórinn flytur brot úr verki Auðar Guðjohnsen, Ubi caritas et amor, undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar.

Neyðarstig almannavarna

Á meðan neyðarstig almannavarna verða ekki messur, sunnudagaskóli, kóræfingar, fermingarfræðsla, kyrrðar- og bænastundur og annað sambærilegt starf.

Við minnum á viðtalstíma presta en þau sinna áfram sálgæslu og einnig má leita til þeirra varðandi athafnir.

Viðtalstímar presta

Nú eru starfandi þrír prestar við Hafnarfjarðarkirkju.

Sr. Jónína Ólafsdóttir, sóknarprestur og
sr. Sighvatur Karlsson og sr. Sigurður Kr. Sigurðsson prestar.

Viðtalstíma þeirra má finna hér.

Rafræn kveðja á sunnudag

Sr. Jónína Ólafsdóttir, sóknarprestur, sendir út rafræna kveðju sunnudaginn 16. janúar kl. 11.

Myndbandið mun birtast á heimasíðu og Facebook-síðu Hafnarfjarðarkirkju.

Opið helgihald fer ekki fram um þessa helgi og þar með talið sunnudagaskóli.

Kyrrð og fyrirbæn

Kyrrð og fyrirbæn.

Verið velkomin á fyrstu hádegisstundina á nýju ári, þriðjudaginn 18. janúar kl. 12. Léttur hádegisverður í lok stundar.

Velkomin í Hafnarfjarðarkirkju!

Starfið framundan

Kyrrð og fyrirbæn
Hefst þriðjudaginn 18. janúar kl. 12

Æfingar barna- og unglingakóra
Hefjast 17. og 20. janúar

Fermingarfræðsla
Hefst 18. janúar

Annað starf Hafnarfjarðarkirkju ásamt helgihaldi og sunnudagaskóla hefjast í framhaldi ef aðstæður leyfa

Velkomin í Hafnarfjarðarkirkju!

Myndband fyrir fermingarbörn

Hér inn í þessum pósti má finna myndband fyrir fermingarbörn. Í myndbandinu segir Bylgja Dís, æskulýðsfulltrúi, söguna af vitringunum og fjallar um nokkur tákn úr sögunni eins og til dæmis gjafir þeirra.

Ekkert opið helgihald um áramót

Biskup Íslands hefur tekið ákvörðun um að ekkert opið helgihald verði í kirkjum landsins um áramótin og þar til nýjar sóttvarnarreglur taka gildi 12. janúar, vegna útbreiðslu faraldursins. Engar messur verða því i Hafnarfjarðarkirkju a.m.k þar til nýjar sóttvarnarreglur taka gildi, þann 12. janúar 2022.

Scroll to Top