Fermingar 2024
Nú eru komnar dagsetningar fyrir fermingarathafnir Hafnarfjarðarkirkju vorið 2024. Skráning er opnin. Til að skrá ýtið þið á rauða hnappinn á forsíðu heimasíðunnar.
Nú eru komnar dagsetningar fyrir fermingarathafnir Hafnarfjarðarkirkju vorið 2024. Skráning er opnin. Til að skrá ýtið þið á rauða hnappinn á forsíðu heimasíðunnar.
Á Kyrrðarbænastundum í Víðistaðakirkju á miðvikudögum kl. 17.30 er iðkuð Kyrrðarbæn og svo eru freskur Baltasars Sampers íhugaðar. Kyrrlátar og yndislegar stundir sem eru öllum opnar.
Umsjón: Bergþóra Baldursdóttir og Bylgja Dís Gunnarsdóttir. Kyrrðarbænastundirnar eru samvinnuverkefni á milli Hafnarfjarðarkirkju og Víðistaðakirkju.
Verið öll hjartanlega velkomin.
Á eldriborgarasamveru þriðjudaginn 24. janúar kl. 12-14 verður Margrét Dóróthea hússtjórnarkennari sérstakur gestur.
Verið hjartanlega velkomin!
Næstkomandi sunnudag er hefðbundinn messa með altarisgöngu í Hafnarfjarðarkirkju kl. 11. Sr. Jónína Ólafsdóttir þjónar. Organisti er Kári Þormar og félagar úr Barbörukórnum syngja. Sunnudagaskóli er í safnaðarheimilinu á sama tíma. Kaffi og með því á eftir.
Verið öll hjartanlega velkomin!
Brallað í Hafnarfjarðarkirkju 15. janúar kl. 11. Í Kirkjubralli taka börn og fullorðnir sameiginlega þátt í sköpun, leikjum, borðhaldi og helgihaldi. Barnakór Hafnarfjarðarkirkju syngur. Matur á eftir. Verið hjartanlega velkomin.
Eldriborgarasamverur eru á hverjum þriðjudegi frá kl. 12:00-14:00. Stundin hefst með helgistund þá er léttur hádegisverður, fjöldasöngur og gestur sem flytur erindi. Sjáið hverjir koma í janúar með því að opna færsluna.
Fyrsta eldriborgarasamveran á nýju ári er þriðjudaginn 10. janúar kl. 12-14. Sérstakur gestur er Óttar Guðmundsson geðlæknir.
Verið hjartanlega velkomin!
Sunnudagaskólinn 2023 hefst 8. janúar kl. 11. Framundan er m.a. Kirkjubrall 15. janúar. Verið öll hjartanlega velkomin í sunnudagaskólann!
Helgistund kl. 11 þann 8. janúar í umsjá sr. Sighvats Karlssonar. Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu.
Verið hjartanlega velkomin!
Enginn sunnudagaskóli 18. des en við vekjum athygli á jólastund barnanna á aðfangadag kl. 14