bylgj_adm43

Innsetningarmessa

Prófastur Kjalarnesprófastdæmis, sr. Hans Guðberg Alfreðsson setur sr. Jónínu Ólafsdóttur í embætti sóknarprests við Hafnarfjarðarkirkju á sunnudaginn kl. 11. Sr. Jón Helgi Þórarinsson þjónar fyrir altari. Barbörukórinn syngur undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar organista.

Allir velkomnir!

Aðalsafnaðarfundur verður að lokinni messu í safnaðarheimili.

Skráning í fermingarfræðslu hafin

Nú eru spennandi tímamót framundan hjá krökkum sem eru fædd 2008!

Jónína, Jón Helgi og Bylgja Dís hlakka til þess að taka á móti ykkur sem ætlið að fermast í Hafnarfjarðarkirkju vorið 2021. Skráningin og val á fermingardögum stendur yfir.

Öll börn í árgangi 2008 eru velkomin í fermingarstarf Hafnarfjarðarkirkju óháð skráningu í trúfélag.

Við förum í Vatnaskóg, Kahoot, fjöruga leiki og stöndum fyrir spennandi viðburðum.

Verður þú með? Þitt er valið!

Sumarkveðja 2. maí

Sumarkveðju æskulýðsstarfssins mun birtast í myndbandi sunnudaginn 2. maí kl. 11.
Kveðjan kemur í stað árlegrar vorhátíðar Hafnarfjarðarkirkju.
Bylgja Dís, æskulýðsfulltrúi, flytur sumarkveðju og barna- og unglingakórar Hafnarfjarðarkirkju syngja nokkur lög undir stjórn Helgu Loftsdóttur.
Fylgist með!
Takk fyrir veturinn og gleðilegt sumar 🌼

Aðalsafnarfundur

Sunnudagur 9. maí 2021

Aðalsafnaðarfundur verður haldinn eftir innsetningarmessu sr. Jónínu Ólafsdóttur

(sem hefst kl. 11:00) í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju

Dagskrá :
Hefðbundin aðalfundarstörf

Sóknarnefnd Hafnarfjarðarkirkju

Sunnudagaskóli 25. apríl

Verið hjartanlega velkomin í sunnudagaskóla Hafnarfjarðarkirkju kl. 11, 25. apríl. Gætt er að sóttvarnarreglum og fjöldi gesta því takmarkaður.

Gestir sunnudagaskólans beðnir um að ganga inn um safnaðarheimilið 🕊

Sunnudagaskóli 18. apríl

Verið hjartanlega velkomin í sunnudagaskóla Hafnarfjarðarkirkju kl. 11, 18. apríl. Gætt er að sóttvarnarreglum og fjöldi gesta því takmarkaður.

Fermingar fara fram í kirkjunni og því eru gestir sunnudagaskólans beðnir um að ganga inn um safnaðarheimilið 🕊

Kvennfélag Hafnarfjarðarkirkju

Vegna viðbragða ríkisstjórnarinnar við fjölgun Covid-19 smita í þjóðfélaginu, hefur framhalds-aðalfundi Kvenfélags Hafnarfjarðarkirkju verið frestað til þriðjudagsins 20. apríl og verður haldinn kl. 19 í Odda í safnaðarheimili kirkjunnar.
Dagskrá:
Gjaldkeri gerir grein fyrir reikningum félagsins.
Kosning formanns og kosning stjórnar.
Önnur mál.
Áhugasamar konur eru hjartanlega velkomnar á fundinn.

Páskahelgihald í Hafnarfjarðarkirkju

Páskahelgihald í Hafnarfjarðarkirkju

Vegna sóttvarnarreglna verður helgihald yfir páska með breyttu sniði í Hafnarfjarðarkirkju.

Föstudagurinn langi
Kyrrðarstund kl. 11 í Hafnarfjarðarkirkju.
Lesið úr píslarsögunni og passíusálmum. Bænagjörð og sálmar sungnir. Hámarskfjöldi 25 manns. Gímuskylda.

Páskadagur
Páskakveðja frá Hafnarfjarðarkirkju send út kl. 08.00 á facebooksíðu og heimasíðu kirkjar.
Almenn páskamessa fellur niður vegna samkomutakmarkana.

Guðsþjónustur sem vera áttu á pálmasunnudag og skírdag falla niður.

Söngur passíusálma sem vera átti á skírdag og föstudaginn langa falla einnig niður.

Hádegistónleikar í dymbilviku

Hádegistónleikar verða í Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 30. mars kl.12:15-12:45. Guðný Einarsdóttir, organisti Háteigskirkju, leikur íhugunarverk í dymbilviku á bæði orgel kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin. Aðgangur ókeypis.

ATH. FARIÐ ER EFTIR ÖLLUM SÓTTVARNAREGLUM OG MEÐAL ÞEIRRA ER GRÍMUSKYLDA Á TÓNLEIKUNUM

—-
EFNISSKRÁ
Nadia Boulanger (1887 – 1979)
Úr Trois improvisations

I Prélude

II Petit canon

Bára Grímsdóttir (1960 – )

Úr verkinu Englar á sveimi

I Undir verndarvæng

Varist að forsmá nokkurn þessara smælingja. Ég segi yður að englar þeirra á himnum njóta jafnan návistar míns himneska föður. (Matt. 18.10)

II Ég krýp

Hann féll á kné, baðst fyrir og sagði: ”Faðir, ef þú vilt, þá tak þennan kaleik frá mér! En verði þó ekki minn heldur þinn vilji.” Þá birtist honum engill af himni sem styrkti hann. (Lúk. 22.41-43)

Guðný Einarsdóttir (1978 – )

Tvær hugleiðingar um íslensk passíusálmalög

I Bænin má aldrei bresta þig

Byggt á raddsetningu eftir Þorkel Sigurbjörnsson (1938 – 2013)

II Víst ertu Jesús kóngur klár

Arvo Pärt (1935 – )

Pari intervallo

Ef við lifum, lifum við Drottni, ef við deyjum, deyjum við Drottni. (Róm. 14.8)

Scroll to Top